Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 34
36 I Orðaskil eru táknuð raeð tveim deplum viðast hvar; þar sem orðaskil og línuskil fara saman er deplum víðast slept: 2. 1., 8.1. og 10.—13. 1. Aftan af 14. 1. hefir kvarnast lítið eitt svo að þar geta deplamir verið horfnir, en að likindum hafa þeir aldrei verið settir þar; aftur á móti eru deplarnir aftast í 9. 1., 15. 1. (sá efri brotinn úr?) og 17.—18. 1.; og fremst I 8. 1. Aðeins 1 depill er fyrir aftan ÞAN í 10. 1., milli orðanna í 13. 1. og fyrir aftan SINY í 16. 1., en í báðum síðari tilfellunum getur verið að leturhöggvarinn hafi að eins gleymt að setja efri depilinn. Fyrir aftan SIG í enda 15. 1. er og að eins 1 depill, en þar sem sá efri ætti að vera hefir kvarnast úr rönd steinsins. E-hljóðið er táknað alstaðar með E, nema í orðunum HVILER (1.—2.) og GVDE (5.-6.) þar er svipað merki og griski stafur- inn epsilon. Merkið fyrir ó-hljóðið er svipað réttum skáhyrning (romboid), en ekki hringmyndað né sporaugsmyndað eins og venjulegast er; í OCT (10. 1.) er það sem bogar, er hvolfast saman og mynda odd að ofan og neðan. Merkið fyrir æ-hljóðið er hér öfugt, belgur vinstra megin við A-ið, en ekki hægra megin. í FROMA (2.1.) hanga M og A saman. Tvöfalt (eða langt) n-hljóð er tákn- að með N í orðunum KVINA (í 3. 1.) og ÞAN (10. 1.). Endingin -um er táknuð með V í orðunum SINV SVEFNHVSV (16.—17. 1.). Ending- in -er er á einum stað, í orðinu RIETTLAT7. táknuð með hinu al- genga skamstöfunarmerki fyrir þá endingu: 7 og 2 deplar neðan undir. Þrjár skammstafanir koma fyrir: í 10. 1. ALLD (fyrir ALLDVRS) í 8. 1., OCT (fyrir OCTOBRIS, ef. eftir latn. beygingu), og ESA (fyrir ESAIAS) í síðustu línu. Hljóðtáknanir eða merking stafanna er annars eins og venju- lega í þeirra tíma áletrunum, sbr. Garðast. með isl. áletrunum (Árb. 1904 og 1906). Svo sem á Garðast. nr. 4, 11. 1. og Reykjavíkurst. nr. 1, 6. 1. er orðið aldurs (8. 1.) hér með tveim 1-um, sem tákna auðvitað langt og lint 1-hljóð (sbr. rithátt og framburð nafnsins Halldór, — þótt þar standi nokkuð öðru vísi á að sömu leyti). margir Baulu-legsteinar, en fyrir utan þá af þeim, sem eru með rúnum, eru þeir flestir frá siðasta hluta 18. aldar; siðau fóru Húsafells-feðgar að gera legsteiua, á 19. öldinni. Yfirleitt virðist það, hversu mikið eða litið hefir verið gert að því að leggja legsteina á leiði manna i því og þvi héraði, hafa verið komið undir því hvort nokkur var þar nærlendis, sem tókst á heniur að gera þá fyrir menn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.