Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 35
87 HIER: HVILE R:SV: FROMA KVINA: GVD RVN:ARA:D OTTER:I: GV DE:SOFNV D : A : 58 : ARE : SINS: ALLD 1644: ÞAN • 19 : OCT RIETTLAT7. FARA:FRÁ OGIÆFU. TIL FRIDAR: OG HVILA: SIG. I:SINV._SVE FNHVSV: ESA: 56: Áletrunin byrjar eins og venjulegast er: Hér hvílir. SV: FROMA KVINA (1. 2—3.) sbr. "Sá trúfaste mann« á Garðast. nr. 1. FROMA er hér haft með sömu merkingu og í bibliu og prédikunar- máli áður fyrri, og söinu merkingu hefir það enn í þýzku, sænsku og dönsku, nefnilega guðhrœdda (»sbr. »trúfaste«). Orðið er komið inn í íslenzku á 16. öld (Skáld-Helga rímur III. r, 22. er.) úr dönsku (from) eða lágþýzku fvrome). Nú heflr það ekki hina gömlu merk- ingu (guðhræddur), heldur hefir það nú mótsetta merkingu við orð- ið þjófóttur (ófrómur = þjófóttur); þessa nýju ísl. merkingu hefir það aldrei haft í neinu öðru túngumáli. — KVINA, hvinna, þykir ekki lengur góð íslenzka, enda kemur það ekki fyrir i góðu og fornu ís- lenzku ritmáli; finnst í Maríu sögu (frá 13. öld), Clarussögu og ann- álum, svo að full-gamalt má það heita í málinu. ARA:DOTTER er skrifað í tveim orðum og er það samkvæmt því er venjulegast var á 17. og 18. öld og enda síðar, og eins þá er um son var að ræða. Á Garðast. nr. 6 kemur fyrir Sigurðardóttur (Árb. ’06, 43), óaðskilið, en í þeirri áletrun eru engin orðaskil. Á Bessastaðast. (Árb. ’07, 45,) kemur fyrir Thorkjellsdóttur, óaðskilið líka og eru þó orðaskil með tveim deplum í þeirri áletrun. — I: GVDE : SOFNVD (5.—7. 1.) sbr. »í guðe sofnaður« á Reykjavikurst. nr. 2 (Árb. '08, 47). Ritningargreinin er talin tekin úr Esaias (á hebr. Jesaja), 56. kap. í vorum elstu biblíuútgáfum (Guðbrandar og Þorláks byskupa) er líka >

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.