Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 36
38 þessi grein oftast í 56. kap. sem er einmitt hið eðlilegasta eftir efn- inu. Samt sem áður er hún í flestum eldri og yngri bibliuútgáfum (og víst handritum af Jesaja) látin standa fremst i 57. kap. — Eins og alkunnugt er, virðist kapitulaskifting í bibliuritunum fara eftir öðru en efni og innihaldi. — Ekki er þessi ritningargrein tekin, eins og hún hljóðar hér, eftir Guðbrandar (né Þorláks) biblíu og ekki er hún heldur samskonar að útleggingu til hvað efnið áhrærir.1) Áletrunin hljóðar í heild sinni þannig: Hér hvíler sú fróma Tevinna Guðrún Aradótter; i guðe sofnuð d 58. dre sins alldfurs] 1644, þann 19. odfobris]. Réttldter fara frá ógjœfu til friðar, og hvíla sig í sínum svefn- húsum. Esa[ias] 56. Legsteinn á Gufunesi. Haugni Sugurðsson f 1671. Legsteini þessum er lýst nokkuð í Árbók ’97, bls. 40, og tilfærð áletrun á honum af núv. byskupi, herra Þórh. Bjarnarsyni; er því óþarft að rita langt mál um hann hér og það þvi síðui, þar sem á- letranin er svo að segja hárrétt tilfærð. Viðvíkjandi henni skal eg aðeins geta þess að ekki er nein »komma« eða broddur yfir stafnum A aftast í 12. 1., heldur er lítil sjálfgerð hola i steininn hægra megin viðAofan til. — H og V aftast í 1. 1. eru bundin saman, þannigað aftari leggurinn í H er um leið fremri leggurinn í V. — Stafurinn Æ í 5. og 9. 1. er eins og t. d. í 3. 1. á Garðast nr 6 (Árb ’06, 43). Steinn þessi er að öllu leyti hinn vandaðasti og veglegasti al- islenzkra legsteina, sem eg þekki til frá fyrri tíð. Efnið er grágrýti. Mér hefir mælst lengd hans 15772 sm., br. 74 sm. og þykt um 17 sm. Steinninn er aliur einkar slétt og vel höggvinn og letrið einkar skýrt, latínuleturs upphafsstafir, svipaðir að gerð þeim, sem áletrun- in er prentuð með í Árb ’97; stafhæð 5—6 sm., nema i neðstu lín- unni allri 4 sm. Fyrir ofan letrið er andlitsmynd og fyrir neðan það sést á mannsfætur, sem standa á tveim jafnhliða bogabútum; sbr. Garðast. nr. 2 (Árb. ’04, 38). Beggja vegna við mannsandlitið og sömul. beggja vegna við fæturna eru tveir sívafningar. Fyrir ofan andlitið er ennfremur bló.n með sexblöðum og tveir sivafning- hvoru megin. í hornunum eru englamyndir með útbreiddum væng juro. Bekkur er utan um. Allra yzt í efri hornunum eru enntveir ‘) í nýjustn isl. þýðingunni (1902 og 1908) er þetta lagt svo út: „— vegna spill- ingarinnar er hinum réttlátu burt svift, þeir ganga inn til friðar; þeir munu hvila i legurúmum sinum (sem ganga beina hraut). 1

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.