Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Síða 44
46
og ekki lagðir gripir, matvæli né þess háttar í kristinna manna
dysjar eða grafir. Þessar 2 grafir, sem hér er um að ræða, munu
hafa verið rnjög grunnar, að eins 1—1^2 fet, steinn látinn við höfuð-
endann, smáhellur lagðar i flór í grafarbotninn 0g líkið þar ofan á,
sjálfsagt með umbúðum utan um eða í fötunum, og yfir virðist svo
hafa verið lögð stór hella. Síðan mokað ofan i aftur og hrúgað upp
mold og steinum ofan á. — Þessar 2 dysjar hafa lengi verið upp
blásnar og líklega margbúið að róta við þeim, svo nú sást hið upp-
runalega lag þeirra ekki svo vel, sem æskilegt hefði verið.
Brenna hefir verið lengra upp með fellinu, nær Kalmanstungu.
örnefnið helzt við enn, en rústir eru nær því horfnar. Br. Jónsson
hefir og skoðað þennan stað (Árb. ’93, bls. 75); segir hann viðv.
Kollshamn sem nefndur er í Landnámu: »Þar uppi yfir (0. Brennu)
á kolli fellsins sunnanmegin er hamraborg, sem nú heitir Nónborg,
er það án efa sama sem Kollshamar«. Við þetta er það að athuga,
að hamraborgin fyrir ofan Brennu er ekki sú hamraborg, sem kall-
ast Nónborg. Hamraborgin fyrir ofan Brennu er »sunnanmegin« og
»án efa sama sem Kollshamar«, en Nónborg er eiginlega að land-
norðanverðu og laus við hina hamrana.
Ovíða hefi eg komið hér á landi á þá staði, þar sem mér hafi
þótt fegurra en hér á Tungufelli og við það. Fjallasýnin er ein-
kennileg og stórfengleg, Eiríksjökull og Langjökull t. d., útsýnin
niður um Borgarfjörðinn, landið rétt umhverfis, Húsafellsskógur og
skóglendið ait niður með Hvítá, árnar; og svo sjálfur staðurinn, þak-
inn þéttum skógi með berjalautum, blágresi og reyr, og iðgrænum
vallendisbolluin. Eg vil ráða þeim. sem ferðast um hér á landi sér
til skemtunar og hressingai’, að far'a upp að Kalmanstungu og skoða
Tunguna litlu og Tungufell og fara alveg fram í odda þar sem
Hvítá og Norðlingafljót falla saman. Enda er hér í Kalmanstungu-
landi fleira fallegt og merkilegt að skoða, svo sem kunnugt er og
enn skal á vikið.
Surtsliellir.
Sunnudaginn 18. júlí rannsakaði eg Surtshelli allan með ágætu
ljósi. Eg hafði skoðað hann allan nema bilið milli miðgjárinnar og
instu gjárinnar, í ágústmánuði 1903, en vildi nú rannsaka hann
betur allan og mæla hann.
Af þvi að nákvæm skýrsla um mælingu mína og rannsóknir
og aðrar athugasemdir viðvíkjandi Surtshelli birtist væntanlega