Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 65
67 dalur (14). Fyrir norðan götuna, sem farin er til fjárhúsanna, heitir túnvöllur Blóti (15) og nær frá skurði, sem er gegnum túnið ofan í Brunnvikina (16). Blóti nær austur að Akurhólmi (17). Millitún (18), heitir frá Akurhólum austur að gömlu garðlagi. Þar niður-undan er Raftatangi (19); þar er skipsnaust frá dögum Þorvalds eldra Sívert- sens, sem heitir Gustsnaust (20). Það sem eftir er af túninu austur- eftir heitir einu nafni Akurtún (21). Brekkan um mjóddina á því heitir Banabrekka (22). Austast á Akurtúninu er Akurhöfði (23). Uppundan Akurtúninu er há borg, sem heitir Akurborg (24). Uppundan Akur- hólunum heitir Hundaborg (25). Uppundan fjósinu er há borg, sem heitir Fjósborg (26), og eru kvíar að útsunnanverðu undir henni. Milli Fjósborgar og Hundaborgar er Gísladalur. Vestan-til við Fjósborgina er stór steinn, sem heitir Kviasteinn (27). Þar norðurundan eru gömlu kvíarnar, og allar lægðirnar þar á milli borganna heita Stöðullágar (28); frá þeim smá-hækkar austur-eftir upp all-háa borg, klettótta aust- an-til, sem heitir Gœgja (29), og skagar hún lengst austur úr borgun- um; hún er norðan til við Akurborg. Nokkru vestar en Gægja er Svartaborg (30). Vestur-af henni nokkuð er Stekkjarborg (31). Bæjar- megin við Stekkjarborgina og heimundir Stöðullágum eru tvær borgir og heita þær Nafnlausu-borgir (32). Lægðinni milli Gægju og Svörtu- borgar hallar austur-eftir og endar hún í dálítilli vík milli kletta austast á Hrappsey; víkin heitir Kapteinsvík (33). Þar druknaði Magnús kapt. Arason. Norðan-til við hana eru all-háir klettar; á þeim er nátthagi og er það kallað Brandstangatún (34). Norður-af Brandstangatúni skagar tangi í norður út í Selasund, sem heitir Brandstangi (35), og það heitir tanginn allur milli Kapteinsvíkur og Ljósavíkur. All-há borg er á tanganum og heitir hún Brandstangaborg (36). Niðurundan og norð- vestan-til við hana er vík; hún heitir Ljósavík (37). Mýrin þar upp- undan á leiðinni að (suður að) Svörtuborg heitir Brandstangaflói (38). Vestan-til við Ljósuvík er Litli-Hrapphóll (39). Þar norð-vestur-af er hár hóll, sem heitir Hrapphóll (40). Austur-af honum er Hrapphóls- tangi (41). Norðvestur-af Hrapphól er langur holtahryggur, sem gengur í boga norðan frá sjó og nær að sjó fyrir vestan Hrappsey; hann heitir Langás (42). Landið þar norður-af er kallað Skörðu- naust (43) og Skörðunaustamýri (44). Milli Skörðunaustanna og Klakkeyjanna (Skörðu) er Skörðustraumur. Fyrir sunnan Langás er Vitanesborg (45); vestan-af henni er Vitanes (46). Vogurinn uppmeð því að sunnanverðu heitir Grýluvogur (47). Mörg holt þar norður-af og austur að Stekkjarborg heita einu nafni Svartbakaholt (48). Fyrir vestan þau og sunnan Vitanesborgina er Vitanesflói (49). Milli holt- anna og Hrapphóls er Hrapphólsflói (50). Milli Svartbakaholts og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.