Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 65
67 dalur (14). Fyrir norðan götuna, sem farin er til fjárhúsanna, heitir túnvöllur Blóti (15) og nær frá skurði, sem er gegnum túnið ofan í Brunnvikina (16). Blóti nær austur að Akurhólmi (17). Millitún (18), heitir frá Akurhólum austur að gömlu garðlagi. Þar niður-undan er Raftatangi (19); þar er skipsnaust frá dögum Þorvalds eldra Sívert- sens, sem heitir Gustsnaust (20). Það sem eftir er af túninu austur- eftir heitir einu nafni Akurtún (21). Brekkan um mjóddina á því heitir Banabrekka (22). Austast á Akurtúninu er Akurhöfði (23). Uppundan Akurtúninu er há borg, sem heitir Akurborg (24). Uppundan Akur- hólunum heitir Hundaborg (25). Uppundan fjósinu er há borg, sem heitir Fjósborg (26), og eru kvíar að útsunnanverðu undir henni. Milli Fjósborgar og Hundaborgar er Gísladalur. Vestan-til við Fjósborgina er stór steinn, sem heitir Kviasteinn (27). Þar norðurundan eru gömlu kvíarnar, og allar lægðirnar þar á milli borganna heita Stöðullágar (28); frá þeim smá-hækkar austur-eftir upp all-háa borg, klettótta aust- an-til, sem heitir Gœgja (29), og skagar hún lengst austur úr borgun- um; hún er norðan til við Akurborg. Nokkru vestar en Gægja er Svartaborg (30). Vestur-af henni nokkuð er Stekkjarborg (31). Bæjar- megin við Stekkjarborgina og heimundir Stöðullágum eru tvær borgir og heita þær Nafnlausu-borgir (32). Lægðinni milli Gægju og Svörtu- borgar hallar austur-eftir og endar hún í dálítilli vík milli kletta austast á Hrappsey; víkin heitir Kapteinsvík (33). Þar druknaði Magnús kapt. Arason. Norðan-til við hana eru all-háir klettar; á þeim er nátthagi og er það kallað Brandstangatún (34). Norður-af Brandstangatúni skagar tangi í norður út í Selasund, sem heitir Brandstangi (35), og það heitir tanginn allur milli Kapteinsvíkur og Ljósavíkur. All-há borg er á tanganum og heitir hún Brandstangaborg (36). Niðurundan og norð- vestan-til við hana er vík; hún heitir Ljósavík (37). Mýrin þar upp- undan á leiðinni að (suður að) Svörtuborg heitir Brandstangaflói (38). Vestan-til við Ljósuvík er Litli-Hrapphóll (39). Þar norð-vestur-af er hár hóll, sem heitir Hrapphóll (40). Austur-af honum er Hrapphóls- tangi (41). Norðvestur-af Hrapphól er langur holtahryggur, sem gengur í boga norðan frá sjó og nær að sjó fyrir vestan Hrappsey; hann heitir Langás (42). Landið þar norður-af er kallað Skörðu- naust (43) og Skörðunaustamýri (44). Milli Skörðunaustanna og Klakkeyjanna (Skörðu) er Skörðustraumur. Fyrir sunnan Langás er Vitanesborg (45); vestan-af henni er Vitanes (46). Vogurinn uppmeð því að sunnanverðu heitir Grýluvogur (47). Mörg holt þar norður-af og austur að Stekkjarborg heita einu nafni Svartbakaholt (48). Fyrir vestan þau og sunnan Vitanesborgina er Vitanesflói (49). Milli holt- anna og Hrapphóls er Hrapphólsflói (50). Milli Svartbakaholts og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.