Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 2
2 um í árbókum félagsins; í árbókunum 1882, bls. 96—97, og 1893, bls. 18—19, eru greinar um Bólstað eftir Sigurð Vigfússon, og í ár~ bókunum 1897, bls. 14, og 1900, bls. 10, eru aftur greinar um sömu rústir eftir Brynjúlf Jónsson. Af þessum 4 greinum er hin síðari grein Sigurðar að öllu leyti réttust. Byggist hún á athugun hans 28. Ágúst 1889, en hin fyrri á athugun hans 23. Júní 1881. í greinum Brynjúlfs er nokkuð lýst landsháttum umhverfis rústirnar og fylgir síðari grein- inni dálítill uppdráttur, fremur ónákvæmur að vonum, eins og Brynj- ólfur tekur fram, og áttastrikið sett skakkt, sýnir norður nær því í hávestur. Til þess að komast hjá að endurtaka það, sem stendur í þessum greinum, skal hér vísað til þeirra um flest af því. Það skal tekið fram, að það var að sumu leyti fyrir tilmæli for- seta Fornritafélags íslands, að rannsókn þessi á Bólstað fór fram þetta sumar, 1931. Er í ráði að félagið gefi Eyrbyggju bráðlega út i vandaðri útgáfu og þótti þá réttast að athuga sem bezt allt, sem kemur sögunni við og miklu má!i skiptir; sumir töldu einnig, að rúst- unum kynni bráðlega að verða spillt af Úlfarsfellsá, sem rennur ör- skammt austan-við þær og virtist nú brjóta landið vestan-við sig, einkum austan-við nyrðri rústina, sbr. Árb. 1925—26, bls. 44. í upphafi 63. kap. Eyrbyggja-sögu segir svo: »í þenna tíma (þ. e. um 1010) bjó Þóroddr Þorbrandsson í Álptafirði; hann átti þá bæði löndin, Úlfarsfell ok Örlygsstaði, en þá var svá mikill gangr at um aptrgöngur Þórólfs bægifóts, at menn þóttuzk eigi mega búa á lönd- um þeim; en Bólstaðr var auðr, því at Þórólfr tók þar aptr at ganga, er Arnkell 'mr látinn, ok deyddi bæði menn ok fé þar á Bólstað; hefir ok engi maðr traust til borit at byggja þar fyrir þær sakir«. Með þeim kunnugleika, sem höfundur Eyrbyggju hefir sýnilega haft á öllum staðháttum, verður það ekki dregið í efa, að enginn hefir byggt á Bólstað allt þangað til að hann færði söguna í letur, seint á 12. öld, að áliti Finns prófessors Jónssonar (Litt. hist., II., 439). Af rústunum varð það ekki heldur séð, að nokkru sinni hefði verið byggt þar ofan-í þær eða í námunda við þær. Það sýnist ekki hafa við nein veruleg rök að styðjast, sem Kr. Kálund segir í riti sínu, Isl. Beskr., I., bls. 450—51, þar sem hann minnist á Bólstað, að bærinn hafi þá (um 1870) verið búinn að liggja lengi í eyði og þar áður verið hjáleiga frá Úlfarsfelli. Vitnar hann í jarðabók Árna Magnússonar viðvikjandii þessu; en þar er komizt svo að orði: »í Úlfarsfells landi hefur verið bær, kallaður Bólstaður. Hefur legið í eyði um langan aldur; nú að mestu af brotinn af sjó og kann ómögulega upp að byggjast®. Þetta hefir verið rétt frá sagt þá, 1702, að Bólstaður hefir verið búinn að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.