Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 2
2 um í árbókum félagsins; í árbókunum 1882, bls. 96—97, og 1893, bls. 18—19, eru greinar um Bólstað eftir Sigurð Vigfússon, og í ár~ bókunum 1897, bls. 14, og 1900, bls. 10, eru aftur greinar um sömu rústir eftir Brynjúlf Jónsson. Af þessum 4 greinum er hin síðari grein Sigurðar að öllu leyti réttust. Byggist hún á athugun hans 28. Ágúst 1889, en hin fyrri á athugun hans 23. Júní 1881. í greinum Brynjúlfs er nokkuð lýst landsháttum umhverfis rústirnar og fylgir síðari grein- inni dálítill uppdráttur, fremur ónákvæmur að vonum, eins og Brynj- ólfur tekur fram, og áttastrikið sett skakkt, sýnir norður nær því í hávestur. Til þess að komast hjá að endurtaka það, sem stendur í þessum greinum, skal hér vísað til þeirra um flest af því. Það skal tekið fram, að það var að sumu leyti fyrir tilmæli for- seta Fornritafélags íslands, að rannsókn þessi á Bólstað fór fram þetta sumar, 1931. Er í ráði að félagið gefi Eyrbyggju bráðlega út i vandaðri útgáfu og þótti þá réttast að athuga sem bezt allt, sem kemur sögunni við og miklu má!i skiptir; sumir töldu einnig, að rúst- unum kynni bráðlega að verða spillt af Úlfarsfellsá, sem rennur ör- skammt austan-við þær og virtist nú brjóta landið vestan-við sig, einkum austan-við nyrðri rústina, sbr. Árb. 1925—26, bls. 44. í upphafi 63. kap. Eyrbyggja-sögu segir svo: »í þenna tíma (þ. e. um 1010) bjó Þóroddr Þorbrandsson í Álptafirði; hann átti þá bæði löndin, Úlfarsfell ok Örlygsstaði, en þá var svá mikill gangr at um aptrgöngur Þórólfs bægifóts, at menn þóttuzk eigi mega búa á lönd- um þeim; en Bólstaðr var auðr, því at Þórólfr tók þar aptr at ganga, er Arnkell 'mr látinn, ok deyddi bæði menn ok fé þar á Bólstað; hefir ok engi maðr traust til borit at byggja þar fyrir þær sakir«. Með þeim kunnugleika, sem höfundur Eyrbyggju hefir sýnilega haft á öllum staðháttum, verður það ekki dregið í efa, að enginn hefir byggt á Bólstað allt þangað til að hann færði söguna í letur, seint á 12. öld, að áliti Finns prófessors Jónssonar (Litt. hist., II., 439). Af rústunum varð það ekki heldur séð, að nokkru sinni hefði verið byggt þar ofan-í þær eða í námunda við þær. Það sýnist ekki hafa við nein veruleg rök að styðjast, sem Kr. Kálund segir í riti sínu, Isl. Beskr., I., bls. 450—51, þar sem hann minnist á Bólstað, að bærinn hafi þá (um 1870) verið búinn að liggja lengi í eyði og þar áður verið hjáleiga frá Úlfarsfelli. Vitnar hann í jarðabók Árna Magnússonar viðvikjandii þessu; en þar er komizt svo að orði: »í Úlfarsfells landi hefur verið bær, kallaður Bólstaður. Hefur legið í eyði um langan aldur; nú að mestu af brotinn af sjó og kann ómögulega upp að byggjast®. Þetta hefir verið rétt frá sagt þá, 1702, að Bólstaður hefir verið búinn að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.