Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 75
75 (63); vestan-við er ás, er heitir Sléttbakur (64). Framan-við Geldingaá er Langa-hlíð (65). Gil kemur undan suðurhlið Löngu-hlíðar, er heitir Jóhannsgil (66). Ber það nafn af vinnumanni frá Minni-Mástungu, er Jóhann hét; varð að bjarga honum úr gilinu, og lest af trússahestum, er hann átti að koma í tjaldstað. Sunnan- og austan-af Löngu-hlíð er Gljúfurleit (67); nær hún frá Geldingaá að Gljúfraá (68). Innst í Gljúfurleit er fjórði leitarkofinn. Framan-af Löngu-hlíð er Fremri-Hnapp- alda (69). Milli hennar og Löngu-hlíðar rennur Gljúfraá. Norður-af Hnappöldu er graslendi, er heitir Fremra-Hnappölduver (70). Fyrir framan Gljúfraá eru Fitjaskógar (71); liggja þeir með Þjórsá og ná fram að Innri-Skúmstungnaá (72). Framarlega í þeim er fimmti leitar- kofi. Skógarnir eru austan-í hálendi, er heita Hjallar (73). Innsta hom þeirra heitir Innra-Hjaliahorn (74), og suðurendi þeirra Fremra-Hjalla- horn (75). Vestur-af Innra-Hjallahorni er Langalda (76). Suður-af henni er Kjálkaver (77). Norður- og vestur-af Langöldu er Blauta- kvísl (78); rennur hún í Gljúfraá. Vestur-af Hjallaveri er Starkaðs- ver (79). í þvi er stór steinn, er heitir Starkaðssteinn (80). Sögn er, að bárðdælingur, Starkaður að nafni, hafi orðið úti undir steininum; var hann á leið suður að Skriðufelli; ætlaði hann að heimsækja unn- ustu sína, er átti þar heima. Vestan-við Starkaðsver rennur Öræfa- taglakvísl (81), rennur hún í Innri-Skúmstungnaá. Fyrir vestan kvísl- ina eru Öræfatöglin (82); ná þau inn að Fremri-Öræfaklauf (83). Spöl norðar er Innri-Öræfaklaufin (84). Vestur af Innri-Öræfaklaufinni er Lambafell (85), vestan-við Fossá (86). Fram-af Lambafelli er ás, er heitir Kista (87). Austur og fram-af henni er Kistuver (88). í suður af Kistuveri er Skúmstungnaheiði (89); syðsti oddi hennar heitir Skúms- tungur (90); eru Skúmstungur niður við Þjórsá. Á austurhorni heið- arinnar eru vörður, er heita Eystri-vörður (91); nokkru vestar eru aðr- ar vörður, er kallast Vestri-vörður (92); eru vörður þessar stöðvar- merki leitarmanna. Vestur-af Skúmstungnaheiði kemur Fossheiði (93) rennur Fremri-Skúmstungnaá (94) á milli heiðanna í Þjórsá framan- við Skúmstungur. Fossheiði nær vestur að Fossá. Við útsuðurshorn hennar er Háifoss (95) í Fossá; á fossbrúninni er hólmi í Fossá, er heitir Árhólmi (96). Suðaustur-af Fossheiði er Sandafell (97). Austan- og framan-í því eru Bláskógar (98); í útnorður-af Sandafelli er gras- lendi mikið, er heitir Karnnesingur (99). Rennur Rauðá (100) milli hans og Sandafells; rennur hún upp-undir Fossheiði og heita þar Rauðár- botnar(lOl). Fram-af Sandafelli er »Hafið« (102); það er sandauðn mikil. Austur-af því eru Álftavellir (103). Fram af þeim eru Ártorfur (104); eru þær nú blásnar burtu. Vestur-af »Hafinu« er Hólaskógur (105). Mælt er að Hrepphólakirkja hafi átt þar upprekstur á geldfé, og því

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.