Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 117

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 117
117 fræðingur hefði áhrif á hann og þvert ofan í það, að hinn lærði prest- ur á Utskálum taldi kumlin dysjar Kristjáns skrifara og hans fylgd- armanna. Þekking vor á þessu kumli er þannig mjög sæmilega ýtar- leg, og það er að þakka góðri eftirtekt bóndans. 4. kuml. (Dysið nr. II). Ekki verður hið sama sagt um hin kumlin. Skýrslan segir um 4. kuml, að það hafi verið skammt írá hinu og ,,snéri í landsuður", sem vafalítið ber að skilja svo, að höfuð hins dauða hafi verið í suðausturenda kumlsins. Umbúnaður var annars sá sami og í öllum hinum kumlunum. Skýrslan telur, að í þessu kumli hafi fundizt spjótsoddur (Þjms. 573, 4. mynd), og úr því sé einnig höfuökúpan Þjms. 574. En eitthvað er bogið við þetta. Eftir rannsókn Jóns prófessors Steffensens virtist miklu líklegra, að hauskúpan væri úr konu, og þetta sannaðist til fullnustu við eftir- leitina, er við vorum svo heppnir að finna aftur þetta kuml með vel flestum beinunum. Það kom þá í ljós, að hauskúpan átti við þau. En öll voru beinin á tjá og tundri, eins og vænta mátti, og hundsbein á tvístringi innan um, enda voru samkvæmt skýrslunni hundsbein og hrossbein til fóta í kumlinu. Af forngripum fundum við brot af venju- legum kambi úr horni, þrjár glerperlur, eina hnöttótta og glæja, aðra bláa (báðar á 2. mynd) og þriðju græna, og loks fingurhring úr silfri (2. mynd), gerðan úr flötu, óskreyttu bandi með örlítið mjókkandi endum, sem undnir eru saman á venjulegan víkingaaldarhátt. En þessir gripir sanna það, sem beinagrindin raunar einnig sýnir, að 4. kuml er konukuml, en ekki karls, en af því leiðir, að spjótsoddurinn er ekki úr því, heldur einhverju hinna kumlanna. Hann er raunar falbrotinn og örðugt að greina hann, en hann er þó áreiðanlega ekki af K-gerð, og fjöðrin lítur helzt út fyrir að vera af G-gerðar spjóti. 5. kuml. (Dysið nr. III). Þetta kuml var 4 álnir á I. og 2 á br. (ca 2,50 og 1,25 m) og snéri hér um bil eins og hið síðast nefnda. Þar voru beinagrindur úr manni og hundi, en engin hestbein. Eini forngripurinn var spjótsoddur af K-gerð (4. mynd). Um afstöðu er ekkert sagt, en bóndinn tekur fram í skýrslunni, að hausinn af mann- inum hafi verið settur milli þjóa. En það er vel líklegt, að þetta kuml hafi verið hreyft og athugasemd bóndans eigi rætur að rekja til lestrar Islendingasagna eða þá þeirra munnmæla, sem gengið hafa um meðferðina á líkum þeirra Kristjáns skrifara. Finnst mér því ekki mark takandi á athugasemdinni. 6. kuml. (Dysið nr. IV). I því voru mannsbein og hundsbein, en ekkert annað. Önnur vitneskja er ekki um kumlið. 7. —9. kuml. (Dysin nr. V—VII). ,,Þau voru eins og með sams
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.