Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 38
42
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Snældusnúöur úr ljósgrænu, fíngerðu móbergi, hálfkúlulagaður og
mjög reglulegur og snyrtilegur, 8,9 í þvm, 1,9 á hæð (þykkt). Gatið
er 1,1 í þvm ofan á en 1,4 neðan á, og sér þar skorur í brúnina, svo
að snúðurinn hlýtur að hafa verið notaður sem árenna (Þjms.
15204).
Bronsprjónn sívalur, 4,6 að 1., 0,2 í þvm, brotinn í báða enda; óvíst
tilhvers (Þjms. 15205).
Kljásteinar þrír, allir náttúrlegir hnullungar með götum, venju-
legir. (Tveir þeirra eru ásamt öðru í Þjms. 15210, einn kom 1. 10.
1960).
31. mynd. Forngripir i'ir Gjáskógarústum. —
Knife blade, whelstones, spindle wliorl and
bronze pin found in the Gjáskógar ruins. 1:2.
Kljásteinar úr einhvers konar móbergstegundum, tveir heilir og
þrjú brot, allir með boruðum götum, þeir brotnu hafa brotnað um
götin. Heilu steinarnir eru 10,7 og 11,4 á hæð (tvö brotin eru í
Þjms. 15210, en heilu steinarnir og eitt brot kom 1. 10. 1960). Annar
heili steinninn fannst í hornþró í skála, en hinn á gólfi undir stofu-
gólfi.
Klumpar frá rauðablæstri, 10 talsins, kol og rauði samanstorkið
á ýmsum bræðslustigum, sum stykkin þó raunverulegt gjall. Slík
stykki fundust hér og hvar um rústirnar, sum á gamla gólfinu undir
stofugólfi. (Kom 1. 10. 1960.)
ViðarJcol, sýnishorn úr stofni sem verið hefur a. m. k. 6,3 í þvm.
(Kom 1. 10. 1960).