Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 143
RITSTJÓRAÞÆTTIR UM ÞETTA OG HITT
1. Legsteinn Páls Stígssonar fluttur til Bessastaða.
Hinn 30. maí 1960 var legsteinn Páls Stígssonar höfuðsmanns
fluttur úr Þjóðminjasafninu suður að Bessastöðum. í safnið var
hann fluttur 15. marz 1947, um það leyti sem gerbreytingarnar
voru gerðar í Bessastaðakirkju. Hafði hann lengi áður verið múr-
aður inn í norðurvegg kirkjunnar, þar sem legsteinn Magnúsar Gísla-
sonar er nú (og hefur verið síðan 1947).
Legsteinn Páls Stígssonar var ekki velkominn gestur í Þjóðminja-
safninu, af því að hann þótti eiga heima á Bessastöðum og mis-
ráðið að flytja hann nokkurn tíma þaðan á brott. Hins vegar er
steinninn merkilegur gripur, hvar sem hann er, og veitt var honum
viðtaka á safninu, og skráningarnúmer hlaut hann meðal gripa þess,
Þjms. 13649. Þó komst hann ekki lengra en í geymslu á neðstu hæð
hússins þau 13 ár, sem hann var í Þjóðminjasafninu.
Foi'setinn, herra Ásgeir Ásgeirsson, hefur mikinn og virkan
áhuga á kirkjunni á Bessastöðum. Meðal þess sem hann hefur látið
gera kirkjunni til gagns og sóma er að flytja legstein Páls aftur
á staðinn. Steinninn er nú felldur inn í suðurvegg kirkjunnar fremst
og fer vel. Vonandi verður hann um kyrrt á Bessastöðum héðan í frá.
Matthías Þórðarson lýsti legsteini Páls Stígssonar 1908, og er sú
lýsing enn í fullu gildi:
„I norðurvegg kórsins hefur verið innsettur legsteinn Páls Stígs-
sonar, milli tveggja innstu glugganna. Hann er úr mógráum mar-
mara, hrjúfur og ójafn, og er víða sprungið og flagnað upp úr. Hann
er ferhyrndur og rétthyrndur, 192 sm að 1. (hæð) og 123 sm að br.,
að því er mælt verður, en múr og gólf hylur randirnar. (Steinninn
er í rauninni 197—131 sm og 15 sm að þykkt). Neðst á steininum
og yfir hann þveran er 25 sm breiður flötur, og á honum er áletrun-
in í fimm línum með gotnesku fraktúruletri; upphafsstafirnir eru
4,5 sm að hæð, hinir smáu 3 sm. Áletrunin er svona: Paulus Stigotus
Danorum ex sanguine clarus:. Justus castus/ amans religionis erat:.
Thenne Pouil Stiisen koningens/ aff Danmarck beffalningsmand,