Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 85
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
89
það sízt til málsbóta, að meira en hundrað árum áður hafi menn
haft á þessu fullan skilning, eins og ljóst er af heimildum. (Fedd-
ersen vitnar í ummæli þeirra Niels Horrebow, Páls Vídalíns og Ólafs
Olavius).
Ritsmíðin, sem ég læt nú frá mér fara, er samin eftir sömu regl-
um og skrár þær yfir íslenzka tréskurðarmuni í Nordiska Museet,
Stokkhólmi, og í norskum söfnum, sem birtist í Árbók 1955—1956,
1957—1958 og 1960. Vísa ég þess vegna til formálans að skránni,
sem fyrst birtist, og skal ekki annað endurtekið en þetta: Öll
mál eru gefin í sentimetrum. Að jafnaði eru gefin stærstu málin
á hverjum hlut. Hægri og vinstri er ekki haft í heraldískri merk-
ingu, heldur átt við hvernig hluturinn snýr við áhorfanda. Upplýs-
ingum um hina einstöku gripi er raðað eftir átta atriðum. Til hægð-
arauka eru þau sett í þessa röð:
a) Það sem hluturinn sjálfur hefur að segja, atriði 1—5.
b) Upplýsingar úr skýrslum og skrám, atriði 6—7.
c) Tilvitnanir (hvar hlutarins er getið eða mynd er af honum),
atriði 8.
Atriðin:
1. Innfærslunúmer. Hlutarheiti. Viðartegund. Lögun. Mál.
2. Ástand. Málaður, bæsaður, o. s. frv.
3. Útskurðurinn (staðsetning, munstur, frágangur).
4. Dagsetning og ártal.
5. Áletrun.
6. Kominn til safnsins. Hvaðan (byggðarlag, og seldur, gefinn
eða látinn til varðveizlu frá hverjum).
7. Ef til vill aðrar upplýsingar frá innfærsluskýrslu og skrám.
(Ef unnt er, upplýsingar um tréskerann).
8. Tilvitnanir (hvar getið sé, og um myndir, hvar birzt hafi).
Við samningu þessarar skrár hef ég haft aðgang að safnskýrslum
Nationalmuseets. Ljósmyndirnar eru líka fengnar þaðan. Ég vil
votta þakkir mínar fyrir góð vinnuskilyrði við Nationalmuseet í
Kaupmannahöfn, fyrir áhuga og hjálpsemi af hálfu dr. Kristjáns
Eldjárns þjóðminjavarðar og ekki sízt þakka ég þýðandanum,
Þorkeli Grímssyni safnverði.
Nesodden, Noregi, 5. nóv. 1960.
Ellen Marie Mageröy.