Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 117
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
121
3. Flatur, upphleyptur útskurður á öllum hliðunum fjórum og
ofan á loki. Jurtaskreyti, sem minnir talsvert á skreytið á allmörg-
um kistlum á Þjóðminjasafni íslands (t. d. Þjms. 10791). En á
þessum er það stirðlegra. f öllum reitum er vafteinungur, sem byrj-
ar í neðra horni til vinstri. Aðalstönglarnir eru yfirleitt um 1 sm
á br. Innri útlínur, höft. Blaðskúfar. Skáskorin smáblöð. Nokkur
stærri blöð eru saman tvö og tvö. Hafa þau innri útlínur og höft. —
Fremur þokkalega unnið, en línurnar dálítið losaralegar.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan : ísaf jörður. íslandi.
1. 0. 350. Kistill úr furu. Trénegldur. Botn og langhliðar ná út
fyrir gafla, en þar sem okarnir neðan á lokinu ganga niður, er
sniðið úr langhliðunum sem því svarar. Lokið eilítið kúpt. Handraði.
Leifar járnhjara. Á framhlið lykkja (fyrir krók?) L. (loksins) 25.
Br. 13.5. H. 13.
2. Lítið eitt sprunginn og maðksmoginn. Nýr listi fremst á lok-
inu og sennilega efst á bakhlið. Annar okanna mun einnig vera nýr.
Mun hafa verið brúnbæsaður, en bæsingin er víða horfin.
3. Útskurður á lokinu og á öllum hliðunum fjórum. Á lokinu er
mjög lágt upphleypt skrautverk: Stór, grannur hringur í miðju,
tveir minni úti við skammhliðar. I öllum er blaðarósetta með áfest-
um hnapp í miðju. Strikheflaður bekkur umlykur reitinn. Á hliðun-
um er jurtaskrautverk með upphleyptri verkan. Alls staðar stönglar
og stórir blaðskúfar. Myndast þeir af uppundnum stönglum og stök-
um blöðum, flestum tungulaga. Meginstefnur eftir hornalínum reits-
ins. Á framhlið eru í stönglunum innri útlínur. Auk þess höft og
litlar, þríhyrndar skipaskurðarstungur. Á hinum hliðunum er skraut-
verkið aðallega prýtt með höftum. Smágert, samhverft jurtaskreyt-
isatriði, mjög lágt upphleypt, er á okunum undir endum loksins.
Breidd stönglanna mismunandi, og eins hæðin. Rist er allt að 4—5
mm djúpt. — Mjög þokkalegur frágangur.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: Rauðimelur, fslandi. Keyptur á 1 kr.
1. O. 352. Kistill úr furu. Trénegldur. Messingarhjarir. Lykkja
úr messing á framhlið (ef til vill fyrir krók). Okar neðan á endum
loksins, sem ná út fyrir skammhliðarnar. L. 25. Br. 12.8. H. 12.7.