Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 78
82
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
söngva við og við, og öðru hvoru hefur verið jarðað í kirkjugarðinum,
nú síðast árið 1946. Þá hafa líkin verið borin í bænhúsið og sungið
þar yfir þeim. Óvíst er þó, að kirkjugarðurinn hafi verið notaður á
19. öld fyrr en 1882, að Margrét Eyjólfsdóttir á Núpsstað var jörð-
uð þar.
Sunnudaginn 3. sept. 1961 messaði prófasturinn í Vestur-Skafta-
fellssýslu, séra Gísli Brynjólfsson, í bænhúsinu. Allmargt fólk kom
til messunnar, flest úr Kálfafellssókn, og reyndist bænhúsið taka
á milli 30 og 40 manns í sæti. Að lokinni messu flutti höfundur
þessarar greinar stutt erindi um sögu bænhússins, og eftir athöfn-
ina þágu allir kirkjugestir rausnarlegar veitingar hjá húsráðendum.
Hér að framan hafa verið leiddar líkur að því, að þessi kirkja
sé að stofni til frá því rétt fyrir 1657, þó að mest allt efni í henni
sé líklega nýrra, eins og sextugur maður er allur annar en þegar
hann var tvítugur, en sami maður samt. Ég er heldur ekki viss um,
að Einar Jónsson, sem gömlu kirkjuna byggði, myndi þekkja hana
strax er hann kæmi inn í hana nú. Honum myndi þykja hún lægri
og þrengri. Hann myndi sakna grátanna frá altarinu og predikun-
arstólsins og hann myndi líklega ekki kannast við pílárana undir
bitanum, en ég hygg að það myndi gleðja hann meir að sjá hana að
utan, því að þar tel ég hún sé lítið breytt. Og vissulega er hún
bæjarprýði, þar sem hún skartar með hvítan kross og vindskeiðar
yfir hrafnsvörtu þili, undarlega samgróin kirkjugarðinum með blóm
og hvönn á þaki.
SUMMAEY
An old chapel at Núpsstaður.
The farm Núpsstaður is situated in the immediate neighbourhood of
the vast Skeiðarársandur south of Vatnajökull. East of the farm looms the
majestic cliff of Lómagnúpur, known from the Njál’s saga. A church was
built at Núpsstaður already in early Christian times or at least sometime
before 1200 A.D. There were few people in the parisli and the church
was probably always of modest dimensions, but during the Catholic period
and even later (i. e. after 1550) it was by no means poor. In the year
1765, however, it was abolished as a parish church, whereafter the house
served as a chapel for the farmer and his people. After 1783 when vol-
canic eruptions in the vicinity caused famine in these tracts, the house
was reduced to the state of a storehouse.