Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hann varirnar; rifaði hann saman varirnar og reif Loki úr æsun-
um.“
Hér segir frá Loka í sambandi við afl, smiðjubelgi og blástur, og
auk þess endar öll sagan á því, að varir hans eru saumaðar saman, en
hann reif út úr æsunum. Það er því nærtækt að álykta, að manns-
mynd með samansaumaðan munn, rist á aflstein, sé einmitt andlit
Loka Laufeyjarsonar.
Þetta er ekki eina dæmi þess, að Loki sé settur í samband við eld. I
Snorra-Eddu segir frá því í höll Útgarða-Loka, að hann fór í kappát
við Loga, sem raunar var villieldur, og loks ræður Loki fyrir öðrum
fylkingararmi í liði Surts, þess er eyðir alla jörð í eldi í Ragnarök-
um. í Svíþjóð sunnanverðri köstuðu börn mjólkurtönnum sínum í
eld og báðu Loka (Lokke eða Nokke) að gefa sér nýjar tennur, og á
Þelamörk í Noregi var sums staðar sú trú, að vættur byggi í arin-
eldi, sem Lokje héti, og þegar gnast eða vældi í eldinum var sagt
að Lokje agaði börn sín. Virðist þetta hvort tveggja vera eimur af
trú á eldvættinn eða eldgoðið Loka.2)
Margt hefur verið ritað um Loka og sumt næsta fáránlegt og ein-
kennum hans lýst á furðumarga máta, en umsögn Snorra Sturlusonar
þykir mér hvað merkilegust: „Loki er fríður og fagur sýnum, illur í
skaplyndi, mjög fjölbreytinn að háttum; hann hafði þá speki um
fram aðra menn, er slægð heitir, og vélar til allra hluta.“ Það fer
vel á því, að einmitt þetta goð búi í eldi.
Þegar við vorum börn, lásum við ævintýri um Loka Laufeyjarson,
brögð hans og illvirki, skráð af mikilli list í Eddu Snorra Sturlu-
sonar og víðar. Ekki vantaði lifandi drætti í myndina. Stundum var
hann kátur og glettinn, en annað veifið illur og háskalegur, en þó var
hann aðeins efni í sögur eins og tröllin og orðabelgurinn. En þegar
ég leit myndina í Kuml, stóð hann þar allt í einu ljóslifandi fyrir aug-
um mér. Maður, sem sjálfur trúði á Loka og var honum miklu hand-
gengnari en nokkur núlifandi maður, hafði rist mynd þessa við-
sjála goðs á stein og fengið honum bústað í eldi, og þarna er myndin
enn skýr og auðkennd og varpar kynlegum veruleikablæ á h.ugmynd-
ina um Loka Laufeyjarson, því sjón er sögu ríkari.
2) Sbr. Axel Olrik. Myterne om Loke. Festskrift til H. F. Feilberg. Kbh.
1911.