Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 112
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hvis din fattige. [Ven] maa forære dig en lille Gave. Yngra lok með
nafni Jesú. ísafirði, íslandi. Á öðrum miða stendur m. a.: í áletrun-
ina vantar þar eð lokið er týnt. (Mér sýnist lokið vera hið uppruna-
lega. Stundum vantar í áletranir vegna plássleysis.) Safnskýrslan:
ísafirði, íslandi. Keyptur á 10 kr.
7. Safnskýrslan: 18. öld.
1. 0. 317. (X 306). Kistill úr furu. Trénegldur. Járnhjarir. Um-
merki eftir lás. Þríhyrnt (skjaldlaga) skráarlauf. Lokið nær út fyrir
kistilinn á báðum skammhliðum og á framhlið, og á sömu stöðum
er settur undir það listi. L. 28.3. Br. 27.3. H. 13.5.
2. Hjarirnar hafa losnað frá lokinu. Lásinn vantar. Dálítið
sprunginn og brotið stykki úr einu horni á lokinu. Málaður í ljósum,
blágrænum lit á ytra borði hliðanna, og utan og innan á loki. Málning-
in mjög slitin.
3. Útskurður á loki og öllum fjórum hliðum. Listarnir á lokinu
með tungum að neðan. Á öllum skrautflötunum er umgerð af tveim-
ur niðurgreyptum samhliða strikum utan um sjálft skrautverkið.
Upphleypt jurtaskreyti, flatt ofan, 3—4 mm hátt. Samhverf til-
högun um lóðrétta miðlínu á framhlið, bakhlið og loki. Á göflunum
teinungur, sem hefst í neðra horni til vinstri. í samhverfu reitun-
um hefst munstrið í bjöllulaga mynd. Stönglarnir hafa innri útlínur.
Þeir eru grannir þar sem þeir byrja, en gildna smátt og smátt. Flestir
vinda þeir sig upp og enda innst á stórum kringlóttum kleppi. Munstr-
ið er fyllt út með hvössum rúðustrikuðum blöðum. Skástrikun hér
og hvar. Á lokinu enda sumir stönglarnir í blöðum, sem minna á
akantus. — Gott verk.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: ísafjörður. ísland.
1. 0. 318. (X 275). Kistill úr furu, trénegldur. Hjarir úr kopar-
og látúnsþræði. Far eftir skrá. Ferskeytt látúnslauf um skráargat-
ið. Okar á lokinu þar sem það stendur út af kistlinum. L. 36. Br.
18,5. H. 16,5.
2. Dálítið sprunginn. Nokkuð óþéttur um samskeyti. Skrá vantar.
Hjarir naumast upprunalegar. Brúnbæsaður.
3. Útskurður á öllum hliðunum fjórum og ofan á loki. Fram-
hliðin: Ristar línur, kílskurður, naglskurður og skipaskurður í lárétt-