Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 98
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ar. Rimlarnir með sniði skrautstólpa í handriði (næstum sm
á þykkt) .
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Safnskýrslan: Frá Múla, fslandi. Keypt á 15 kr.
7. Safnskýrslan: 17. öld. Endurreisnarstíll.
1. j. 3U9. Stóll úr furu, með hornstuðlagrind. Ná framstuðlarnir
nokkurn veginn jafnhátt setunni, en afturstuðlarnir gnæfa upp
yfir. Allir stuðlarnir fjórir eru áttstrendir í þverskurð. Á þeim
aftari e.r sívalur kafli fyrir ofan bakslána og hnúður efst. Fjórar
fjalir, sem mynda umgjörð um setu, eru tappaðar í stuðlana, og
fjórir rimlar milli fótanna eru festir á sama hátt. Röð af götum
er á hverri umgjörðarfjöl, gerð til að festa setuna, en hana vantar.
Bríkurnar (þunnar fjalir með rúmbríkarlagi) og baksláin einnig
tappaðar í stuðlana. Breidd 53. Hæð 91.8. Dýpt 41.
2. Setuna vantar. Fjórar holur í umgjörðarf jölina að aftan kunna
að vera gerðar fyrir bakrimla (en engin tilsvarandi ummerki sjást
í bakslánni). Brestir, flísar dottnar úr. Brúnbæsaður.
3. Útskurður á bríkum og bakslá, og tungur og nibbur á efri
brún þeirra. Á ytra borði bríkanna er skipaskurðarstjarna, sexblaða-
rós, sett í hring, sem fellur saman við efri bríkarbrúnina, þar sem
hinn lárétti og skáhalli kafli mætast. í hverju blaði sexblaðarós-
arinnar er lítill upphleyptur kross, og sams konar blöð yzt milli
aðalanganna, eins og hringur í ytra hringnum. Band liggur með-
fram hálfum hringferlinum að utan og endar á fáeinum, stórum
þríhyrndum skipaskurðum. Á annarri bríkinni er að innanverðu, á
móts við rósina á ytra borði, rist sexblaðarós í hring. Á hinni brík-
inni eru þrír grunnristir, sammiðja hringar og fáein auðkennalítil
strik. Framan á bakslá eru þrjár höfðaleturslínur. Skáskorur á mörk-
um efstu línu og miðlínu. Krákustígsbekkur myndast við kílskurðar-
stungur á mörkum miðlínu og neðstu línu. Á bakhlið er áletrun með
ristum latneskum bókstöfum í þremur línum. 1 neðstu línu er einn-
ig ártal. Orðaskil eru alls staðar mörkuð með ristri, lóðréttri línu
og röð af kílskurðarstungum. — Fremur gróft verk.
4. 1788.
5. Höfðaleturslínurnar: gud|vel|komnar|gö
f ugaf Ru | madamme
sætiestþieR |isÆti