Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 55
SUMTAG OG SUMTAGSSNÆLDA
59
kofanum. Á þessu gekk, þar til nóg var komið á teininn, þá var
smokkað fram af honum. Þar var kominn allvænn hnykill. Þá var
byrjað á nýjan leik og svo koll af kolli. Ég æfðist brátt í þessu.
Ekki hef ég síðan séð þá sveif eða aðra henni líka, en hún hefur
fengið verkefni á Steinsmýri, því þar voru meljarðir".
Álftaver er næsta byggð fyrir vestan Meðalland, og deilir Kúða-
fljótþar löndum. Mér varð að ráði að leita þaðan fregna af sumtags-
vinnu, og óvæntur fróðleikur kom í leitirnar. Hannes Hjartarson
bóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri þekkir vel til allra vinnubragða
við meltekju, svo sem muna má frá kvikmynd Skaftfellingafélags-
ins í Reykjavík: „1 jöklanna skjóli“. Hannes brást vel við bón minni
um lýsingu á sumtagsvinnu. Fer hún hér á eftir skv. sendibréfi
dags. 23. jan. 1961.
„Þetta áhald, sem þú varst að tala um, var hér kallað sumtaks-
spýta eða sumtaksteinn3) og var notuð til þess að vinna saumgarn
úr sumtagi, til þess að sauma með meljur og dýnur, þ. e. reiðinga,
og einnig notað, ef búin voru til reipi eða gjarðir úr sumtagi. Sum-
tagið var vandlega greitt og þar næst búinn til úr því — maður gæti
sagt — lopi, nákvæmlega eins og ullarlopi er nú. Sá, sem að því vann,
hélt því áfram, þar til komin var talsverð hrúga á gólfið, og þegar
nóg þótti komið af því, var spýtan tekin og byrjað að snúa upp á.
Endinn á lopanum var festur um mjórri enda spýtunnar og spýtunni
snúið með hægri hendi, en sumtaginu haldið með vinstri hendi. Á
meðan spýtunni er snúið, er sumtagið látið fara fyrir enda spýtunn-
ar, þannig, að snúningurinn komi á bandið, en bandið vef jist ekki upp
á spýtuna. Þessu er haldið áfram, þar til nóg er snúið á bandið. Þá
er það vafið upp á spýtuna og svo byrjað með næstu færu og áfram
koll af kolli, þar til komið er hæfilega mikið á spýtuna. Þá er spýt-
unni kippt úr rúllunni en rúllan látin óhreyfð að öðru.
Sumtagið varð að spinna heldur fínt og jafnt, því það var haft
tvöfalt í saumgarn í meljur. Það var samþættað og snúið á það með
sömu aðferð og að framan greinir. Til þess að sauma meljur var
höfð sérstök þar til gerð nál, kölluð meljunál, hefur hún verið hér tií
fram að þessu, og er mjög auðvelt að smíða hana. Ég læt fylgja
svolítið riss af spýtunni og eins af spýtu með sumtagsrúllu til frek-
ari skýringar".
Lýsing Hannesar á sumtagsspuna kom mér að sönnu ekki með
3) Sumtaksteinn var áþekkur hala á hrosshárssnældu að stærð og lögun.