Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 16
20
ÁRBÓIC S'ORNLEIFAFÉLAGSINS
5. mynd. Krýningarsamstœðan á altarisbrílcinni á Staö á Reykjanesi, sonurinn, María
og guð faðir. — The Coronation group from Staður church, the Son, St. Mary, God
the Father.
verið með eikarlit, en kvenmarnsmyndin hefur svo verið máluð, senni-
lega seint á 19. öld, myndin af eldri manninum bæsuð og lökkuð af
Stefáni Eiríkssyni, en myndin af yngri manninum ber enn hinn grá-
leita eikarlit.
Ekki verður um það villzt, áð á bríkinni frá Stað er sýnd krýniny
Marlu á himnum. Á miðri bríkinni krýpur María með luktum lófum,
henni til hægri handar er sonur hennar Kristur, sýndur sem ungur
maður, og hefur haldið kórónunni í báðum höndum yfir höfði móður
sinnar, en henni til vinstri handar er guð faðir, sýndur sem gamall
maður, með hnöttinn í vinstri hendi, en með hinni hægri, sem nú
vantar eins og hendurnar á Krist, hcfur hann blessað yfir Maríu.
Á milli þeirra og ofan við kórónuna hefur heilagur andi eflaust verið
í dúfu-líki, og hefur þó verið allþröngt um hann. En þáð er einkenni
á bríkinni, hversu hart umgerðin hefur kreppt að myndunum, og
hefur væntanlega verið að því fremur ávinningur listrænt. Það