Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 31
hugleiðingar um eddukvæði 35 höll standandi; / svipti hún söðli / af svöngum jó“ / o. s. frv. (3. v.). Reichborn-Kjennerud (Lægerádene i den eldre Edda, bls. 42, Vár gamle trolldomsmedicin III, bls. 65) bendir á, að í þjóðtrú á Norður- löndum sé þáð talið mjög þýðingarmikið í sambandi við konur, sem eigi von á sér, að reið- og aktygjum sé þegar í stað sprett af hestunum, eigi fæðingin að ganga eðlilega. Og af líkum toga muni það vera, að ekki má neitt fastbundið, neglt eða reyrt vera í návist fæðandi konu, og að það greiði fyrir fæðingunni að leysa það sem bundið er og þá sérstaklega sigurlykkju eða sigurhnút yfir konunni. Á mynd af heilagri Margréti úr íslenzku handriti frá 14. öld (KLNM XI, 347) er hún me'ð kórónu á höfði, bók í hægri hendi og sverð í þeirri vinstri, en oddur þess stendur í eldspúandi dreka, sem liggur fyrir fótum henni. Á hala drekans, sem endar í einskonar krossi eða franskri lilju, er hnýtt lykkja eða hnútur, sem trúlega mun eiga að vera sigur- lykkja. Oddrún gengur nú fyrir kné Borgnýjar og gelur henni „bitra galdra“ eða eins og segir í kvæðinu: „gekk mild fyr kné / meyju að sitja; / ríkt gól Oddrún, / rammt gól Oddrún / bitra galdra / at Borgnýju“ (7. v.), með þeim árangri, að „knáttu mær og mögur / moldveg sporna“ (8. v.). Að launum biður Borgný Oddrúnu heilla: „Svo hjálpi þér / hollar vættir, / Frigg og Freyja / og fleiri goð, / sem þú felldir mér / fár af höndum“ (9. v.). Síðan tekur Oddrún að rekja harmsögu ævi sinnar, segir frá ástum hennar og Gunnars Gjúkasonar og hvernig Atli bróðir hennar hefndi þessara ástafunda og varpaði Gunnari í ormagröf. En móðir Atla í nöðru líki „gróf til hjarta“ Gunnari, áður en Oddrún náði að koma honum til hjálpar. Ef tilgangur Oddrúnargráts var sá einn að segja frá ástum Oddrún- ar og Gunnars, einskonar viðbætir við Gj úkungasagnirnar, þá verð- ur næsta óskiljanlegur hinn langi inngangur (11 af 34 vísum kvæðis- ins), sem greinir frá jóðsótt Borgnýjar og ekki verður greint að sé í neinum sögulegum tengslum við harmsögu Oddrúnar né Gjúkunga- sagnirnar. Það tel ég sennilegra, að harmsagan hafi verið eitt af ráðunum, til að létta Borgnýju jóðsóttina og hafi gegnt sama hlut- verki og píslarsaga heilagrar Margrétar síðar. Enda vantar ekki orm- ■nn í sögu Oddrúnar, þó með nokkrum öðrum hætti sé, því hún verður að lúta í lægra haldi fyrir orminum, en bæði Sigurður og Margrét gengu með sigur af hólmi. Sá samanburður, sem hér hefur verið gerður á viðbrögðum al- mennings við ýmsum vandmálum daglegs lífs í heiðnum og kaþólsk- um sið hér á landi, ætti að nægja til að sýna höfuðdrættina í mynd-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.