Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 67
ÁLNIR OG KVARÐAR 71 fornir pottar myndu verða 8,70 ltr og ef eðlisþyngd rúgsins væri 0,75 þá kæmi út sama tala. Hér kann þó ýmsu að skakka, bæði á réttri eðlisþyngd rúgsins, sem og upplýsingum Jóns um stær'ð hins ísl. pottmáls, en ekki er vafi á því, að búskjólan var að rúmmáli æði lík því, sem síðar var nefnt fjórðungur og tók 10 pt. forna. Má vera, að það nafn hafi flutzt á innihald hennar frá katlamálsskjólunni. Á dögum þeirra Páls Vídalíns og Jóns biskups Árnasonar, var það tvennt, sem nefnt var 1 fjórðungur: Þyngd, sem var nærri 4,85 kg og rúmmál, sem tók um það bil 9 lítra. Jónsbók telur nú tvö ílát, kommál, sem tók um 9 ltr og katlamálsskjóluna, sem notuð var til máls á kötlum, sem löngum hafa verið notaðir undir vatn eða mjólk. Hafi nú katlamálsskjólan tekið það, sem síðar var nefnt fjór'ðungur vatns, þ. e. um 9 lítra, hefði hún verið svo til jafnstór og búskjólan. Þessu leyfi ég mér að hafna að sinni og tel líklegra, að eins og korn- málið tók iy2 fjórðung veginn af korni, hafi verið miðað við að katlamálsskjólan tæki ákveðna, hentuga þyngd af vatni og það verður samkvæmt framanskrá'ðu 1 fjórðungur, sem líklegast er að hafi verið nálægt 4,3 lítrar, svo sem upplýsingar Páls Vídalíns benda einnig til. Löngum hafa stafaílát með kilp verið nefnd skjólur eða fötur hér á landi. Aldrei voru skjólur mikið stærri en svo sem 15 lítra, þar eð þá urðu þær of þungar til að bera þær. Ekki máttu þessi ílát heldur hafa hvaða lögun sem var, ef þau áttu að heita skjólur. Væru stafaílát há og þröng nefndust þau stampar, strokkar eða pontur, en væru þau mjög víð gátu þau heitið byttur eða balar. Sjaldan höfðu þessi ílát kilp, enda óhentug til burðar vegna lögunar. Ekki er unnt að vita hversu gömul þessi áðgreining er, en vel má hún vera æði forn. Rúmmál skjólu (hér nefnt V) með lóðréttum stöfum ákvarðast af hæð hennar og vídd þannig að ' V =’ jtr2h, þar sem r er hálf víddin og h er hæðin (dýptin). Lögun skjólunnar ákvarðast hins vegar af hlutfallinu á milli hæðar og víddar. Þetta hlutfall nefni ég k == Fjarlægðin frá lögg skjólu yfir miðju upp á gagnstæðan barm („tré er sett í lögg oc tecr avðrom megin aþröm“) nefni ég laggarmál skjólunnar eða L. Það er þessi fjarlægð sem á að vera „xii. þumlunga meðal manne i nagls rótom“. Rúmmál skjólunnar má einnig miða við laggarmálið og víddarhlutfaílið þannig: V = L3 -y=== Þá kemur í Ijós, áð þegar víddarhlutfallið k = i/v 2 eða 0,707, er laggarmálið minnst, en vex eða lengist hvort sem hlutfallið minnkar eða stækkar, en þó mjög lítið þannig, að ef hlutfallið k stækkar um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.