Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 26
30 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS „hjálp“ og skilgreint svo: „hjálp heitir eitt, / en það þér hjálpa mun / við sökum og sorgum / og sútum görvöllum" (146. v.). Ef hinn sorgmæddi var sjálfur skáld, þá var ráðið, að hann sjálfur orti um harm sinn, það ráð gaf Gestur hinn spaki Oddleifsson Völu-Steini og Þorgerður Agli Skallagrímssyni. Með kristninni leysir píslarsaga Krists og hinna mörgu píslarvotta heilagrar kirkju þessi kvæði af hólmi. Hér mun heppilegast að staldra við og athuga lítillega þær að- ferðir, er kirkjan beitti í baráttu sinni gegn heiðnum venjum og í áróðri sínum til útbreiðslu kristinnar trúar. Kjarninn í kristinni trú er trúin á guð, föður, son og heilagan anda, en þessi boðskapur hef- ur sennilega þótt of fábreyttur til að hafa í fullu tré við fjölbreyti- leika heiðinna trúarbragða, þar sem hvert goð átti sitt sérstaka at- hafnasvið og fjöldi vætta og vera gæddu náttúruna lífi. Til þess að auka á fjölbreytni hins kristna trúarlífs skapaðist trúin á dýrlinga, og var sumum þeirra markvíst komið upp til höfuðs einstökum heiðn- um goðum og vættum. Gríski guðinn Apollo var góður læknir og fimur bogmaður; en af örvaskotum hans hlutust drepsóttir, sem æddu yfir borgir eins og pílu væri skotið. Eins og Appollo var upp- hafsmaður sóttanna, þá var það einnig á valdi hans að stöðva þær, og í þeirri veru var hann oft blótaður. Heilagan Sebastian, sem beið píslarvættisdauða í örvahríð heiðingja, gerði kirkjan að verndardýrl- ing gegn drepsóttum, og kirkja helguð honum var reist á grunni Apollohofsins í Rómaborg. Sonur Apollos var læknaguðinn Asklepios, sem Rómverjar kölluðu Aesculapius, hann læknaði aðallega með svonefndum musterissvefni (incubation) — sjúklingurinn var látinn sofa í helgidómi eða musteri helguðu Asklepios, og birtist hann þeim sjúka í draumi og læknaði hann éða ráðlagði honum. Eftir að kristin trú tók að festa rætur, lifði Asklepios lengst hinna heiðnu guða í hugum almennings, þrátt fyrir mikla viðleitni kirkjunnar manna til þess að leiða rök að því, að Askelepios væri ári eins og öll hin goðin. Það má vera, að Asklepios hafi átt velgengni sína að þakka því, hve margt var sviplíkt með honum og Kristi. Asklepios læknaði með handaálagningu og var ákallaður frelsari frá andlegum og líkam- legum sjúkdómum. Læknarnir Kosmas og Damian voru kristnir tví- burar, sem biðu píslarvættisdauða árið 303. Þeir voru teknir í helgra manna tölu og urðu verndardýrlingar lækna og lyfjafræðinga. Þeir birtust sjúkum í draumi og læknuðu þá með handaálagningu og ráðleggingum, og við marga kristna helgistaði og kirkjur, einkum þær er helgaðar voru Kosmas og Damian, tíðkaðist musterissvefn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.