Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 56
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS fram vi'ð fremri endana. Til þess að spara rúm er sleppt á myndinni 42 sm aftan af öllum alinmálunum. Þess ber að geta, að sumir kvarðarnir eru styttri en ein alin. Sumir hafa aldrei verið lengri en y2 alin (eitt fet), en á aðra kvar'ða vantar búta. í báðum þeim tilvikum er reiknað út frá því, sem heilt er, hve löng sú alin væri sem þeir eru hlutar af og sú útreiknaða alin teiknuð á myndina athugasemdalaust. Svo sem myndin sýnir skiptast alinmálin í flokka og þó að aðeins tveir séu skýrt greindir frá hinum, þ. e. dönsku álnirnar og hin ís- lenzka alin Finns á Kjörseyri, þá kýs ég að skipta þeim eftir lengd í 5 flokka. I fyrsta flokki eru danskar álnir. I honum eru 38 alinmál, 62,0 sm — 63,2 sm að lengd. í 2. flokki eru 6 alinmál æði mislöng, eða frá 58,2 sm — 59,7 sm. Þennan flokk mætti kenna við Halldór Árnason lyfjasvein, sem átti lengsta kvarðann, Þjms. 5635 og nefna Halldórsálnir. í 3. flokki eru Hamborgarálnir, þrjú alinmál, 57,00 sm — 57,35 sm að lengd. í 4. flokki eru tvö alinmál, 54,2 sm og 55,9 sm löng. Þann flokk vil ég kenna við Jón biskup Árnason. Loks er hin íslenzka alin Finns Jónssonar á Kjörseyri ein í 5. flokki aðeins 47,1 sm að lengd. Áður en lengra er haldi'ð ber að lýsa mælingaraðferð minni. Hin lengri mál eru fengin með því að leggja á kvarðann stálmálband og mæla nokkrum sinnum. Með þessu móti virðist mælingarnákvæmn- in nálgast * 0,5 mm, eða á allri lengdinni getur munað i/2 millimetra til eða frá. Minni einingar, kvartil og þaðan af minna eru mældar með sirkli og mælikvarða og mun mælingarnákvæmnin þá verða allt að ± 0,3 mm. 1. flolcJcur, Danskar álnir. Rétt dönsk alin var 62,77 sm. Sé nú litið á löggilta kvarða með dönskum alinmálum, kemur í ljós, að eitt þeirra, Þjms. Ásbúð I er að- eins 62,70 sm langt og því áðeins í styttra lagi, en hin eru 62,75 sm — 62,80 sm löng. Af ólöggiltum alinmálum eru fjögur 62,70 sm löng, eitt 62,72 sm langt, eitt 62,75 sm og þrjú 62,80 sm löng, eða samtals 9 alinmál, sem teljast mega alveg rétt. Öllum hinum dönsku alinmálunum má skipta í tvo flokka, of löng og of stutt og reynast þá 16 of stutt, en 13 of löng. Stytzta alinmálið er 0,77 sm of stutt, en það lengsta 0,43 sm of langt og er þá mesti lengdarmunur hinna dönsku alinmála 1,2 sm og meðallengd danskra álna á þessum kvörðum 62,73 sm, eða aðeins neðan við rétta lengd svo sem búast mátti við. Þessi dönsku alinmál eru svo mörg, að ég hygg að þau gefi góða hugmynd um þá kvarða, sem verið hafa í notkun á síðari hluta 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.