Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 98

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 98
102 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Ekkert virðist hafa orðið úr hugmyndinni um minnismerki Hann- esar biskups, en vera má, að hún hafi þó orðið til þess, að séra Sæ- mundur Hólm teiknaði rauðkrítarmynd sína af biskupinum, þá sem nú er í Mannamyndadeild Þjóðminjasafnsins nr. 175. Hún er að minnsta kosti gerð árið 1798, sama ár og áðurnefnd bréfaskipti áttu sér stað. Þessa mynd seldi Þórður Finsen Þjóðminjasafninu í árs- byrjun 1912. Matthías Þórðarson hefur skrifað á kvittunina: „að sögn af Hannesi biskupi Finnssyni". Blaðið, sem myndin er á, er 19x22,5 sm að stærð, kringlótta (eða nær kringlótta) umgjörðin um myndina er 19 sm á hæð og 18 sm á breidd. Neðan við stendur: Delin. 1798 S M Holrn (8. mynd). Það hlýtur að vera þessi mynd, sem Steingrímur biskup Jónsson sendi Jóni Sigurðssyni til Hafnar með bréfi dags. 19. febr. 1845. Þar segir Steingrímur biskup:24 „Eg sendi þér hér með þær einu þrjár merkra manna myndir, sem eg hefi; lta þá, sem þú vissir til, rauðkrítarmynd af biskupi, NB Hannesi, eftir sr Sæmund Holm, tekna úr höfði hans 1798 o: 2 árum eftir hann dáinn. Eg neita ekki, að svipurinn, helzt yfir enni og auga- brár, líkist, en myndin yfirhöfuð þyki mér heldur óskapleg. Yrði hún tekin öll fínari, mætti hún að eg held standast". í bréfinu kemur skýrt fram, að séra Sæmundur hefur gert myndina eftir minni og að Steingrími biskupi hefur þótt hún afleit. En ö'ðru var ekki til að dreifa, og því hefur Jón Sigurðsson látið Helga Sig- urðsson teikna hana upp undir steinprentun og síðan látið steinprenta hana og gefa út framan við 9. árgang Nýrra félagsrita, einnig sér- prentaða. Teikning Helga er í mannamyndamöppu í Landsbókasafni og önnur tilraun er í Listasafni nr. 141, báðar gerðar með blýanti. Allar mvndir af Hannesi biskupi, sem birtar eru í bókum, eiga rætur að rekja til steinprentuðu myndarinnar, sem gerð er eftir rauðkrítar- mynd séra Sæmundar. Myndin af Hannesi biskupi er vafalaust ekkert lík honum. Stein- grímur Thorsteinsson kallaði hana „falsmynd". Hann segir eftir ömmu sinni, frú Valgerði Jónsdóttur, ekkju Hannesar biskups, að myndin líkist ekki hi'ð minnsta að hennar dómi og frekar gæti hún verið af séra Halldóri Finnssyni, bróður biskups. Enn fremur á frú Valgerður að hafa sagt, að heldur hefði átt að birta mynd af Jóni Finsen, syni Hannesar, hún hefði líkzt meira.23 24 Lbs. 427 fol. 26 Skírnlr 1906, bls. 190. Þar er einnig lýsing á Hannesi biskupi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.