Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 17
ALTARISBRlK frá stað 21 hefur stuðlað að því að binda myndirnar saman og gera úr þeim eina samgróna heild. Þessi skilgreining á efnisatriði bríkarinnar er örugg. En vorkunn- armál er þótt menn héldu að guð faðir væri Ólafur helgi, þegar hann var einn síns liðs. Þar sem myndin hefur ekkert einkennistákn, gat hún í rauninni verið hvaða helgur konungur sem er. Ef þessi mynd frá Búðardal hefði öxi í hægri hendi, væri hún Ólafur helgi. Þegar Bogi Sigurðsson eignaðist myndina, hefur það eflaust fylgt henni, að hún væri af þessum dýrlingi. Og ef til vill hefur það alltaf fylgt henni, síðan Brynjólfur biskup skrifaði það í vísitazíubókina 1647. Hann er ef til vill upphafsmaður villunnar. Hann kann að hafa dregið þessa ályktun athugalítið út frá því einu, að Staðarkirkja var helguð Ólafi konungi, kirkja Sancti Olai regis et martyris, og reyndar hon- um einum. Þó ber að leggja áherzlu á, að þetta er ekki annað en get- gáta um upphaf villunnar. Hún þarf ekki áð vera rétt, enda skiptir þetta ekki miklu máli. María krýnd af syni sínum sem drottning himnanna er hið síðasta í stórum flokki atriða úr lífi Maríu eða sögu, sem iðulega eru sýnd á helgimyndum. Þetta er einn af gleðiviðburðum Maríu, sem svo voru nefndir. Talið var, að spáð væri fyrir um krýninguna í Fyrri bók konunganna, 2. kap. 19. v., þegar Batseba gekk fyrir Salómó son sinn eftir krýningu hans: ,,Þá gekk Batseba á fund Salómós konungs til þess að tala máli Adónía við hann, og' konungur stóð upp á móti henni, laut henni og settist síðan í hásæti sitt og lét setja fram stól handa konungsmóður, og settist hún til hægri handar konungi". Krýning Maríu var mjög vinsælt myndefni á mi'ðöldum og því meir sem lengra leið, og til er mikill fjöldi mynda, er sýna þetta efnis- atriði. Tilhögun á þessum myndum er yfirleitt ekki mjög föst í skorð- um. Stundum er ýmist annaðhvort faðirinn eða sonurinn með Maríu, en þó oft báðir, sinn til hvorrar handar. Oftast mun það vera sonur- inn, sem setur kórónuna á móður sína, en stundum faðirinn. og stund- um halda þeir kórónunni á milli sín á höfði hennar eða yfir því, í þann veginn að setja hana á höfuð Maríu. Stundum blessar faðirinn með hægri hendi um leið og sonurinn setur kórónuna á móður sína. Stund- um halda englar á kórónunni. Iíeilagur andi er oftast yfir höfði Maríu á krýningarmyndum. Einkunnir hafa persónurnar yfirleitt ekki, nema hvað faðirinn hefur kórónu og ríkisepli, sem reyndar er heims- hnötturinn, sundurskiptur í þrjá liluta með böndum, fyrst um þvert og táknar þá neðri helmingur Asíu, síðan í tvennt efri helmingnum, og tákna þá hlutarnir tveir Evrópu og Afríku. Stundum svífa per-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.