Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 76
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
(þó aðeins á minningartöflum), Steini Jónssyni, Halldóri Brynjólfs-
syni, Gísla Magnússyni, Árna Þórarinssyni og Sigurði Stefánssyni.
Allar þessar myndir eru nú í Þjóðminjasafninu, en eftirmyndir eftir
flestum þeirra hafa verið látnar í Hólakirkju.
Miklu minna hefur varðveitzt af myndum af Skálholtsbiskupum.
Að órannsökuðu máli mætti þó virðast líklegt, að ekki hefði verið
minna um biskupamyndir í Skálholti en á Hólum. Þetta þarf þó ekki
að vera svo. Hitt er aftur á móti víst, að fleiri biskupamyndir voru
í Skálholtskirkju en þær, sem varðveitzt hafa.
Biskupamyndir í Skálholtskirkju eru fvrst nefndar í afhendingar-
bókinni, sem skráð var 9. júní 1698, þegar ekkja Þórðar biskups Þor-
lákssonar skilaði stað og kirkju í hendur Jóni biskupi Vídalín. Vikið
er að myndunum á þennan hátt: „Biskupamyndir málaðar umhverfis
framkirkjuna“ 1 Þetta ber vafalítið að skilja svo, að málaðar myndir
af Skálholtsbiskupum hafi hangið hér og hvar á veggjum fram-
kirkjunnar, þar sem hentugir staðir voru fyrir þær. Engin orð falla
um það, af hvaða biskupum þessar myndir voru, en auk þessara
mynda telur afhendingarbókin sérstaklega „spjald með krossmarki
og myndum sál. M. Þórðar Þorlákssonar og Guðríðar Gísladóttur yfir
stúkudyrum". Eflaust er hér átt við norðurstúkuna, og hefur þá
myndin hangið yfir leiði Þórðar biskups (og konu hans síðar).
Sýnilega hefur þáð ekki verið sjálfsögð venja að telja fram slíkar
myndir við afhendingu dómkirkjunnar. Grafskriftir, legsteinar og
myndir hefur fremur verið talið einkaeign ættingja en eign kirkj-
unnar, þótt geymt væri í henni til minningar. Jón biskup Árnason
hefur þó ekki talið sér biskupamyndirnar í dómkirkjunni óviðkom-
andi. Hinn 2. desember 1734 skrifar hann Ólafi prófasti Gíslasyni
(síðar biskupi) og segist hafa skrifað honum 28. nóvember næst-
liðinn, „og bað eg yður að ljá mér frænda yðar, Mr. Runólf, eina
viku eður hálfan mánuð eður hvað þáð kynni að vera, til að nýja upp
nokkrar biskupamyndir hér í dómkirkjunni".2
Runólfur sá, sem biskup nefnir, er Runólfur Gíslason, er dómkirkju-
prestur varð í Skálholti árið eftir, 1735, en andaðist sama ár. Hann
var systursonur séra Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði og hafði lært
að mála hjá honum. Því rniður vantar hið fyrra bréf Jóns biskups,
1 Afhendingarbók Skálholtsdómkirkju. 1 Þjóðskjalasafni.
2 Bréfabók Jóns biskups Árnasonar IV, bls. 350. — Báðir þeir bréfskaflar, sem hér
eru birtir, eru prentaðir í Ævisögu Jóns Þorkelssonar skólameistara, Reykjavík
1910, I, bls. 199.