Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 44
48 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Kvarðinn er strikaður með 4 samhliða strikum hvorum megin, fylgja 3 annarri brún, en eitt hinni. Ná deilistrik hinna stærri eininga alla leið að staka strikinu, en deili- strik smærri eininga enda við hin strikin, en skipting kvarðans er gerð með mjög grunnum strikum og ofan i þau eru negldir örlitlir látúnsnaglar. Skipting er báðum megin á kvarðanum. Öðrum megin er honum skipt í tvennt, í tvö kvartil með S- mynduðu flúri á deilistrikinu, kvartilin eru 14,90 sm og 14,95 sm löng. Hvoru kvartili er aftur skipt í 5 þumlunga, 1. 2,98 sm — 3,00 sm. Með strikum, sem ná að þriðja langstriki er þessum þumlungum skipt til helminga, 1. 1,48 sm —1,50 sm. Loks er öllum þumlungunum skipt í 10 línur hverjum að 1. 0,28 sm — 0,31 sm, er línunum skipt með látúnsnöglum í 1. striki. Hinni hliðinni er skipt í 4 jafnlöng bil, hálf kvartil, auðkennd með smánöglum settum í tígul um deilistrikið. Þessi bil eru að 1. 7,44 sm — 7,49 sm, hverju bili er skipt í 3 þumlunga, 1. 2,49 sm. Hverjum þuml- ungi er skipt i tvennt, hálfa þumlunga með strikum, sem ná upp að 3. langstriki. Þessi bil eru að 1. 1,22 sm —1,25 sm. Enn er þessum bilum skipt í tvennt í % úr þumlungi og þeim aftur í tvennt í eins konar línur, sem þá eru 8 í hverjum þuml- ungi, en línurnar eru þá að 1. 0,30 sm — 0,33 sm. Eðlilegt er að líta á þennan kvarða sem 1 fet eða % alin, sem væri þá heil að 1. 59,70 sm. Á annarri hlið kvarðans væri henni skipt í 4 kvartil, 20 þumlunga og loks í 10 linur hverjum þumlungi. Á hinni hliðinni væri skipt í 8. hluta úr alin og 24 þumlunga og væru þar 8 línur í hverjum þumlungi. Þennan kvarða hefir átt „apótekarasveinn nokkur i Nesi, Halldór að nafni" (upplýsingar seljanda 1908, en hann segist hafa kvarðann frá Halldóri). Hér er vafalaust átt við Halldór Árnason lyfsalasvein I Nesi, Ormssonar frá Selalæk. Halldór er fæddur um 1772 og hefir lifað fram yfir 1825. Þjms. 6788. Kvarði úr látúni og mahogný, látúnsblað, sem leggja má inn í mahognýskaft, líkt og á rakhnífum. Hjölt eru á skaftinu og er hið aftara úr látúni, nokkuð brotið og vantar eina hliðina, fremra hjaltið, sem þolinmóðurinn gengur í gegnum, er úr eiri. Blaðið er með tveimur strikum með jöðrum fram á annarri hliðinni, en að öðru leyti er kvarði þessi óskreyttur. Lengd skafts er 16,2 sm, br. 1,2 sm og þ. 1,0 sm, lengd blaðs alls 14,5 sm, br. 1,3 sm og þ. 0,2 sm. Lengd alls kvarð- ans, skafts og blaðs er 29,6 sm, honum er skipt í 12 þumlunga á þeirri hlið, sem blaðið er strikað, með látúnsnöglum á skafti, en með þrykktum deplum á blaði. Við þriðja hvern þumlung eru hálfkvartil afmörkuð með 3 nöglum eða deplum. Á miðjum þumlungabilunum standa tölurnar 1—12 og er fyrsti þumlungur við aftur- hjalt á skafti merktur með stærri tölustaf cn hinir þumlungarnir og virðist þessi tölustafur betur gerður en hinir og er ef til vill eldri. Þumlungarnir eru að 1. 2,40 — 2 49 sm, en hálfkvartilin 7,4 sm — 7,5 sm. Á bakhlið kvarðans eru enn merktir 11 þumlungar, samtals að 1. 28,9 sm. Byrjar sú röð á blaðinu og eru þumlungaskilin mjög grunnt og óljóst krotuð og ekki standa neinir tölustafir í þeim, en á skaftinu standa tölurnar 6 —11. Þumlungarnir eru að 1. 2,54 sm — 2,72 sm. Þetta eru danskir þumlungar og svara til álnar, sem væri heil 63.0 sm. Ekki leikur vafi á, að þessi skipting kvarðans er yngri en hin; hefir kvarðinn upphaflega verið 1 fet eða hálf alin, sem heil hefði verið 59,2 sm að lengd. Kvarði þessi kom frá Birni M. Ólsen prófessor, en hefir áður tiiheyrt Andrési bónda Fjeldsteð á Ferjubakka og að sögn hefir Magnús sýslumaður Ketilsson átt hann áður. Þjms. 7591. Kvarði úr mahogný eða líkum viöi, ferstrendur og frammjór, þ. efst 1,4 sm, fremst 1,0 sm, br. efst 1,5 sm, neðst 1,0 sm, 1. alls 60,2 sm. Þetta mun vera álnarkvarði, en skaftið er brotið af og líklega rúmir 3 sm í viðbót. Mælieining- arnar eru afmarkaðar með látúnsnöglum og auk þess eru innsett tvö eins konar hjörtu úr látúni fyllt með annars konar viði og á milli hjartnanna er innlögð þynna úr ljósum viði negld niður á brúnunum með 8 látúnsnöglum. Kvarðanum hefir verið skipt í 2 fet með 5 látúnsnöglum. Fremra fetið er enn óskert og er það að 1. 31,4 sm. Fetunum hefir verið skipt I kvartil með 4 nöglum, eru enn 3 kvartii heil,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.