Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 22
JÓN STEFFENSEN ' HUGLEIÐINGAR UM EDDUKVÆÐI Hið merka kvæðasafn, sem kennt er við Sæmund fróða, er eina heillega heimildin, sem varðveitt er um norræna guði, vættir og hetjur.1 Hér er sagt „heillega", en það á aðeins við í samanburði við aðrar heimildir um þetta efni, en í rauninni eru þessi kvæði aðeins leifar einar úr hugarheimi hins forna átrúnaðar. Eddukvæðin eru nú varðveitt í tveim skinnbókum, Konungsbók (Gl. kgl. saml. 2365, 4to), skráðri um 1270, og AM. 7481, 4to, skráðri um 1300. Textar beggja handritanna eru náskyldir og runnir frá sömu skrifuðu heimild, en um hana segir Einar Ól. Sveinsson svo: „Merkilega rannsókn á Kon- ungsbók hefur Gustaf Lindblad gert, aðallega varðandi skrift og réttritun. í heild sinni telur hann óhætt að fullyrða, að Konungsbók sé eftir handriti, sem eigi hafi verið yngra en 1240 og eigi eldra en 1210. Hann kveður réttritunina mjög breytilega frá einu kvæði til annars, og kemur það heim við skoðun Wesséns, að margir hafi lagt hönd að söfnuninni" (bls. 186). Það mun álit flestra þeirra, sem mest hafa fengizt við rannsókn eddukvæðanna, að þau hafi verið í munn- legri geymd fram til þessa tíma. Látum svo vera, en þá verður að gera ráð' fyrir, eins og Wessén gerir, að margir hafi lagt hönd að söfnuninni, á annan veg verður þá ekki skýrð hin mismunandi staf- setning á kvæ'ðum Konungsbókar. Nú mun það hafa verið þeim, er sá um ritun frumhandritsins að Konungsbók, manna kunnugast, að um samtíða uppskriftir eftir munnlegri geymd var að ræða og því vita tilgangslaust að halda mismunandi stafsetningu. Ég sé ekki, að snurðulaust sé hægt að koma þessum þrem atriðum heim cg saman — munnlegri geymd, stafsetningu og söfnun. > Það sem hér verður sagt um Eddukvæðin almennt er tekið cftir: Einari Öl. Sveinssyni, Islenzkar bókmenntir í fornöld, Rvík 1962, nema annars sé látið getið. Til einstakra eddukvæða er vitnað samkv. útg. Sophusar Bugge: Norræn forn- kvæði, 1965. 1 Snorraeddu er vitnað samkv. útg. Sveinbjarnar Egilssonar: Edda Snorra Sturlusonar, 1848.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.