Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 20
24 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS höfundur þessarar greinar Engelstad myndir af Búðardalslíknesk- inu og bað hann að láta í ljós álit sitt um aldur þess og uppruna. Hann brást vel við þessu og leyfði að hafa eftir sér eftirfarandi ummæli: „Ekki er hægt að skera úr með vissu, hvar þetta líkneski er gert. Fyrir 30 árum mundi ég hafa gizkáð á Liibeck, en nú læt ég mér nægja að segja „hansasvæðið“. Myndin er venjubundið verk, vafa- lítið verkstæðisvinna af mjög svo algengu tagi. Tilgangslaust væri að gizka á tiltekinn meistara, enda eru fræðimenn nú orðnir miklu varkárari í að reyna að kenna slíkar myndir við meistara en þeir voru til skamms tíma. Skeggmeðfer'ð eins og á þessu líkneski þekkist þeg- ar um 1470, en við vitum, að hún var einnig notuð á síðasta tug ald- arinnar. Fellingarnar með hinum stóru sveiflum (,Schwung“), sem hér ber sérlega mikið á á vinstra armi, benda til áranna eftir alda- mótin 1500, og sama hugboð vekja hinir breiðu klunnalegu skór, svokallaðar „kómúlur". Niðurstaðan er því þessi: Líkneski af kon- ungi, í þessu tilviki af guði föður, úr því að hún er úr krýningarsam- stæðu, á uppruna sinn í verkstæði á hansasvæðinu, sennilega frá tímabilinu 1500—1510“. Þó að þessi dómur eigi við líkneskið af guði föður, á hann vafalaust jafnt við um öll líkneskin þrjú. Skulu Eivind S. Engelstad færðar beztu þakkir fyrir greiðvikni hans. Til frekari staðfestingar skrifaði höfundur þessarar greinar dr. Max Hasse í St. Annen-Museum í Lúbeck og spurðist fyrir um álit hans. Svar hans var á þessa leið: „Krýningarmynd yðar á örugglega heima á hansasvæðinu. Náinn skyldleiki er með henni og líkneskjum héðan frá Lubeck. Við eigum hér í okkar safni tvær slíkar samstæður. Samt hefur krýningarsam- stæða yðar líklega ekki verið gerð í Lúbeck, heldur öllu frekar í Ham- borg, á árabilinu milli 1510 og 1520“. Þakkir skulu dr. Hasse færðar fyrir framlag hans. Eins og menn sjá, ber þeim ekki mikið á milli, dr. Engelstad og honum, og má þá telja, að uppruni líkneskjanna frá Stað sé rakinn til róta, bæði í tíma og rúmi. 6 Einhverjum kann að finnast, að óþarflega löng nót sé dregin að þeirri niðurstöðu, sem hér er fengin. Ef til vill má það til sanns vegar færa. Þó er það með ráði gert að birta hér allan feril rannsóknar- innar, allt frá því að hin svokallaða Ólafsmynd barst í hendur okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.