Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
var heimskreppan nýskollin yfir og atvinnuhorfur vægast sagt óglæsi-
legar á árunum kringum 1930. Yngri bræður hans voru komnir í fram-
haldsskóla og loks var liann sjálfur trúlofaður.
Tvennt markaði ný tímamót í lífi Gísla síðla árs 1931 og olli honum
mismikilli lífsfyllingu. Hann hóf tuttugu ára starf við Landsbanka
fslands og kvongaðist Guðrúnu Sigurðardóttur.
Guðrún er dóttir Önnu Magnúsdóttur og Sigurðar Jónssonar skóla-
stjóra Miðbæjarbarnaskólans og systir Steinþórs stjörnufræðings. Pau
Gísli kynntust fyrst á skipsfjöl á leið til Kaupmannahafnar sumarið
1926, en Guðrún var þá að hefja þar hannyrðanám. Það er yfirleitt fá-
sinna að ætla að gefa hjónabandi eða samlífi annarra einhvers konar
einkunn. En jafnvel sá sem einungis þekkti Gísla og Guðrúnu síðustu
fimmtán árin gat þó naumast annað en óskað þess í liljóði, að hans eigin
efri ár mættu verða í svipuðum dúr.
Þau Gísli eignuðust fjögur börn, sem eru: Anna íþróttakennari, gift
Geir Kristjánssyni verslunarmanni, Margrét forvörður á Þjóðminjasafn-
inu, Sigrún lyfjafræðingur, gift Jóhanni Má Maríussyni aðstoðarfor-
stjóra Landsvirkjunar og Gestur jarðfræðingur hjá Orkustofnun, sem
mikið hefur starfað erlendis bæði í Honduras og Kenya. Hann er
kvæntur Erlu Halldórsdóttur.
Öllum kunningjum og venslamönnum Gísla ber saman um, að
honum hafi ekki þótt gaman að vera bankaritari, þótt það væri snyrtileg
vinna. Hann rækti það starf hinsvegar af nákvæmni og samviskusemi,
og honum mun ekki hafa þótt sér vandara um en öðrum. Því miður
hafa þeir löngum verið tiltölulega fáir, sem urðu þeirrar gæfu aðnjót-
andi að geta átt hugðarefni sín jafnframt að ævistarfi.
Á hverjum degi, þegar Gísli gekk út um dyr vinnustaðarins, tóku hin
eiginlegu áhugamál hans við. Og þau voru margvísleg. Það var jafnvel
ekki laust við, að sumu heimilisfólki þætti sem ein dellan tæki við af
annarri.
Náttúruskoðun í víðri merkingu var eitt helsta tómstundagaman
Gísla. Hann stundaði því mikið gönguferðir um landið, bæði stuttar um
helgar og lengri um óbyggðir í sumarleyfum. Stundum var Guðrún í
för með honum á skemmri leiðum, en ella kunningjar með skyld