Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Síða 13
GÍSLI GESTSSON
17
stökum hætti. Undirritaður var t.d. farinn að hafa það til marks um að
sér hefði tekist sæmilega upp í skömmóttri blaðagrein, ef ávarp Gísla
daginn eftir var eitthvað á þessa leið: Muntu vera hinn versti maður.
Við sérhvert starf á vegum safnsins nutu sín auk alls annars með-
fæddir eiginleikar, sem voru hinn hvassi skilningur og höndin hög
ásamt verksviti og smekkvísi. Þetta kom sér einkar vel við fyrstu lang-
tíma verkefnin, sem biðu á safninu og voru í því fólgin að flytja munina
af lofti Safnahússins við Hverfisgötu suður í nýja húsið á Melunum og
koma þeim þar fyrir á sem haganlegastan hátt. Ásamt Kristjáni Eldjárn
og Stefáni Jónssyni arkitekt vann Gísli manna mcst við uppsetningu
safnsins á núverandi stað og val á sýningargripum. Hann átti því mik-
inn þátt í að móta þann svip safnsins, sem almenningur kannast best
við. Þetta tók skiljanlega langan tíma. Fyrsti almcnni sýningarsalurinn
var opnaður 13. janúar 1952 og hinn síðasti 5. september 1955. Gísli var
cinnig mörgum byggðasöfnum til ráðuneytis og setti að miklu leyti upp
söfnin á Selfossi, ísafirði og Reykjum í Hrútafirði. Guðrún var þá
stundum í ráðum mcð honum við uppsetningu á fatnaði og öðrum
textílum.
Það skal ítrekað, að allan 6. áratuginn voru ekki nema tveir safn-
verðir í föstu starfi auk þjóðminjavarðar. Verkaskiptingu þeirra má
nokkuð marka af því, sem segir í skýrslu um Þjóðminjasafnið 1955:
„Starf Friðriks Á. Brekkans er svo til eingöngu skrásetning manna-
myndasafnanna, sem sífellt aukast. Gísli Gestsson annast alla ljós-
myndun auk margvíslegra daglegra safnstarfa innanhúss á vetur en
rannsókna og eftirlitsferða á sumrin. Bréfaskipti öll að kalla eru í
höndum Þjóðminjavarðar, svo og reikningshald stofnunarinnar, auk
stjórnar hinnar ýrnsu starfsemi þess.“
Og árið 1960 segir í skýrslunni:
„Gísli Gestsson hafði eins og á undanförnum árum umsjón með dag-
legu starfi safnsins og stjórnaði sýningum þess.“
Það væri efni í dágóða bók að rekja öll þau störf, sem Gísli lagði
hönd að í tengslum við Þjóðminjasafnið. En nokkra hugmynd má fá
af ritaskrá þeirri, sem birt er við lok þessarar greinar. Þar segir þó ekki
frá hlut hans að rannsóknum, sem aðrir höfðu aðalumsjón með, svo
sem í Skálholti, Hvítárholti eða L’Anse aux Meadows á Nýfundna-
landi. Ekki er þar heldur nein greinargerð um síðustu meiri háttar rann-
sókn hans, sem var í Kúabót í Álftaveri sumurin 1972—76. Að þeirri rit-
gerð var hann einmitt að vinna síðustu árin. Og loks segir skráin fátt
um aðra daglega iðju. Þess skal getið til viðbótar, að Gísli var fulltrúi
2