Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 20
24
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Meðfylgjandi mynd ásamt hæpnum texta í bókinni Kommúnistahreyf-
ingiti á íslandi sem út kom 1979, gaf síðustu tengingunni ótvírætt undir
fótinn, enda var Gísli nokkuð hugsi, þegar hann skömmu síðar þurfti
að sækja um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna á leiðinni til Honduras
og átti að svara hinni frægu spurningu um aðild eða tengsl við svo
glæpsamleg samtök á lífsleiðinni. Að lokum sagðist hann hafa ákveðið
að stofna öryggi Bandaríkjanna í voða með því að þegja sem fastast um
hálfrar aldar gamlar æskusyndir af ótta við að rckistefna út af þeim
kynni að teíja förina.
Það mun mála sannast, að Gísli hafi snemma komið sér fyrir utan og
ofan við hvers konar flokkshollustu. Því fór hinsvegar fjarri að hann
væri áhugalítill um stjórnmál eða afstöðulaus. Hann skopaðist að því
fólki, sem þóttist vera „ópólitískt“ og þýddi í reynd, að það gerði sig
ánægt með ríkjandi ástand. En honum þóttu flestír stjórnmálamenn
hafa sér bæði til ágætis og ófremdar nokkuð rétt eins og annað fólk, og
honum hefði þótt tímasóun að taka virkan þátt í átökum þeirra. Þrjár
manngerðir fundust honum einna broslegastar í þessu viðfangi: þeir
sem geipuðu hæst urrí frelsi og lýðræði, athafnamenn, sem kváðust reka
fyrirtæki sín af hugsjón og fórnfýsi og svo þcir, sem virtust telja það
hlutverk sitt í lífinu að vera hin kúgaða stétt. Líklegast er, að hann hafi
einkum viljað efla þá til áhrifa, sem honum fannst hverju sinni helst
reyna að fylgja fram þeirri játningu, sem Snorri Hjartarson vinur hans
orðar svo í ljóði sínu:
Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein,
þér var ég gefinn barn á móðurkné;
ég lék hjá þér við læk og blóm og stein,
þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.
Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein,
í dögun þeirri er líkn og stormahlé
og sókn og vaka: eining hörð og hrein,
þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé.
Þú átt mig, ég er aðeins til í þér.
Örlagastundin nálgast grimm og köld;
hiki ég þá og bregðist bý ég mér
bann þitt og útlegð fram á hinzta kvöld.