Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 23
ESBJÖRN HIORT
ÚR BYGGINGARSÖGU
DÓMKIRKJUNNAR
í REYKJAVÍK: HIN ÍSLENSKA KIRKJA
ANDREAS KIRKERUPS
Átjánda öldin var íslcnsku þjóðinni erfið. Tilveru þjóðarinnar var
ógnað af slæmu árferði. Hin þröngu lífsskilyrði hörðnuðu enn mcir
þegar veturnir lengdust og þyngdust. Mcnn og skepnur féllu í illviðrum
og sumrin urðu svo vætusöm að taðan skemmdist og húsdýrin féllu úr
hor á vetrum. Einkum var þó seinni hluti aldarinnar harður og mat-
vælaskorturinn víða svo mikill að hungursneyð ríkti.
Hannes Finnsson biskup í Skálholti lýsti ástandi þjóðarinnar í hinni
áhrifamiklu ritgerð'sinni „Um mannfækkun af hallærum á íslandi".1
Ritgerðin er nákvæm skrá yfir þau óæri sem dunið liafa á íslendingum,
talin í tímaröð, en einkum er þó fjallað af nákvæmni um þau ár sem
Hannes sjálfur lifði og sem hann gat stutt tölulegum upplýsingum.
Þannig greinir hann frá því að í hallærunum 1779-1785 hafi 10.354 cin-
staklingar látist umfram þá sem fæddust á landinu öllu. Árið 1779 voru
íslendingar um 46.200 talsins. íbúunum fækkaði því um tæpan fjórðung
á sex árum. Um árið 1784 segir Hannes Finnsson í ritgerð sinni: „Þegar
bústofninn var farinn og það sem af honum eftir lifði, var ávaxtar-lítit,
þá var ekki einúngis fólksins formegan og eigur eyddar, viðurlífit
burtu, sveita ómagar fiölgaðir, lieldur hlaut og mannanna líf at lara þar
cptir. Á manneskium var húngur og suller blóðsótt, skyrbiúg og hettu-
sótt. Svo algengt var hungrit að sá á fiölda presta og bestu bænda.
Þjófnaður og ránsháttur úr hófi, svo eigi mátti vera óhultur um sitt.
Þetta var landsins almennt ástand, en þarvið bættuz á einstöku stöðum
önnur og fleiri bágindi."
Vissulega er þetta dapurleg lýsing.
Óáran þessi náði hámarki með jarðskjálftunum árin 1784 og 1785
þegar bæir, hús og kirkjur skemmdust, einkum í Árness- og Rangár-
vallasýslum. Ekki var nóg með að hús skcmmdust vegna jarðskjálft-