Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Kirkerup og þegar áður en konungur úrskurðaði í málinu hafði bygg-
ingarstjórnin óskað eftir því að Kirkerup gerði enn nýjar teikningar og
leiðrétti áætlun sína. Því verki var lokið hinn 5. mars.14 Teikningarnar
eru auðkenndar Litra B. (Myndir 5, 6 og 7.) Áætlunin, sú þriðja í röð-
inni, var nú 3690 rdl. 4 mörk og 8 skildingar, en hin dyggðum prýdda
byggingarstjórn leiðrétti hana svo að áætlunin varð 3321 rdl. og 4 skild-
ingar.
Útlit dómkirkjunnar er í lokatillögu Kirkerup í aðalatriðum eins og
í fyrri tillögum hans tveim nema hvað dyrabúnaðurinn er orðinn lát-
lausari en í fyrstunni. Innra fyrirkomulag í kirkjunni er hins vegar orðið
miklu betra en það var til að byrja með. Nú er kominn breiður mið-
gangur inn að kórnum sem er miklu rýmri en áður. Vinstra megin í
kórnum eru bekkir fyrir skólapilta latínuskólans og hægra megin opið
skrúðhús, bekkir fyrir tigna kennimenn og skriftastóll. Skírnarfontur-
inn sem áður var á bak við tröppurnar upp í prédikunarstólinn er nú
í kórnum. Svalir voru aftast í kirkjunni, undir turninum. Af langskurð-
inum (mynd 7) má sjá að reiknað var með því að lárétt loft yrði í kirkj-
unni. Lofthæð í kirkjuskipinu er 814 alin, (5,3 m). Á þverskurðarteikn-
ingunni, (mynd 6), er ekki sjáanleg teiknuð þakklæðning en í áætluninni
kemur frani að ákveðið var að nota þaksteina (rauða tígulsteina). Seinni
tíma skýrsla frá skoðunar- og matsgerð staðfestir að einmitt þannig var
þakið gert. Þetta er einkum athyglisvert vegna þess að dómkirkjan var
fyrsta húsið á íslandi með tígulsteinsþaki. Alla tíð frá því að fyrsta opin-
bera steinhúsið, Viðeyjarstofa, var byggt höfðu deilur verið um þakefni
steinhúsanna. Húsameistarar hirðarinnar vildu að tígulsteinar væru á
húsum þeirra en íslensku embættismennirnir héldu því þrálátlega fram
að tígulsteinar hentuðu ekki í íslenskri veðráttu. Þeir fengu vilja sínum
framgengt og Viðeyjarstofa fékk timburþak. Á meðan á byggingu
Hóladómkirkju stóð hófust aftur deilur um þakefni. f greinargerð sem
Magnús Gíslason, amtmaður, sendi kirkjumálaráðuneytinu hinn 12.
janúar 1762 ræður hann eindregið frá því að notaðir verði tígulsteinar á
þakið. (Á þ essum tíma heyrðu kirkjubyggingar undir kirkjumálaráðu-
neytið.) Hann leggur áherslu á að hvassviðri séu mikil á íslandi og að
þaksteinar myndu fjúka af þakinu í fyrsta ofviðri og því telur hann að
„heppilegast og endingarbest sé að fylgja landsins liáttum" þeas. að setja
tvöfalt timburþak á húsið. Og Hóladómkirkja fékk sitt timburþak og
einnig allar þær byggingar sem á eftir fylgdu.
En timburþakið var of lélegt. Áður en vígslan fór fram var orðið ljóst
að þakið hriplak. í öllum seinnitíma skýrslum um ástand húsanna bera
menn sig aumlega vegna hinna leku þaka sem sífellt þarf að endurbæta