Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 52
56 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ofantil og fellt undir streng.“7 Ekkert annað undirpils með áföstum upphlut hefur varðveist það vitað er, og ekki heldur stakt svo gamalt sem þetta, en til er faldbúningur frá fyrri hluta 19. aldar eða öldinni miðri þar sem sjálf samfellan er saumuð við upphlutinn.28 Yfir upphlutnum er stutt treyja úr svörtu flaueli mjög snjáðu, sér í lagi á ermunum (5. mynd). Gæti því virst sem þær væru eldri en bol- urinn, en þó er að sjá að sama efni sé í treyjunni allri. Framan á henni eru gylltir baldýraðir borðar með blómauppdráttum, en auk þess eru lagðir gylltir líberíborðar til hliðar við þá, á axlasaumum, saumum á baki, á handvegssaumum að þremur fjórðu, framan á ermum og meðfram ermaklaufum.2'7 Mjög hefur fallið bæði á baldýringuna og borðana. Treyjan er krækt upp úr að framan með krókum og lykkjum að innanverðu. Þá eru ermarnar með kræktum klaufum og þræddar undir þær flauclsræmur með ermahnöppum á. Eru það litlir tvíhvolfa víravirkishnappar úr gylltu silfri með gröfnum laufum30. Virðast hafa verið átta hnappar á hvorri ermi, en eru nú fimm eftir á vinstri crmi og sjö á þcirri hægri. Áfastur við treyjuna er fremur mjór stinnur kragi lagður svörtu flaueli með gylltri baldýringu með áþekku munstri og á treyjuborðun- um.31 Er kraginn bryddur svörtum rifsborða. Er þetta eina treyjan með áföstum kraga sem varðveist hefur svo vitað sé, en talsvert er til, meðal annars í Þjóðminjasafni íslands, af kragalausum treyjum og lausum krögum. Treyjur með áföstum krögum eru hins vegar nefndar í heim- ildum.32 Má vera að þær hafi verið algengari á síðari hluta 18. aldar en á 19. öld, en frá síðara tímabilinu eru flestar treyjurnar í Þjóðminjasafni. Pilsið (niðurhluturinn, fatið) er úr þykku dökkbláu klæði, fellt undir streng að ofan eins og undirpilsið, en heldur síðara og víðara en það (6. mynd). Á því framanverðu, fyrir miðju ofantil, er löng klauf, pilsopið, brydd rauðu klæði, en auk þess eru undirfóðruð vasaop sitt á hvorri hlið. Engir vasar eru þó á pilsinu. Neðan á pilsinu er brydding úr rauðu vaðmáli, en ofan við hana breiður marglitur blómstursaumsbekkur. Bekkurinn nær ekki alveg saman að framanverðu, enda kemur svunta yfir pilsið, jafnsíð því, sem hylur ósaumaða hluta þess og þá pilsopið um leið.33 Svuntan er úr sama efni og pilsið, rauðbrydd eins og það og með samskonar útsaumi að neðan (7. mynd). Bæði pilsið og svuntan eru með breiðu skófóðri úr grófgerðu rauð- og hvítrúðóttu hör(?)lérefti.34 Svuntunni fylgja nú tveir svuntuhnappar með víravirki úr gylltu silfri, annar einhvolfa með laufi, hinn tvíhvolfa án laufs (sjá 8. mynd), en samkvæmt lýsingu Hooker hafa hnapparnir upprunalega verið þrír,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.