Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 57
ÍSLENSKUR BRÚÐARBÚNINGUR í ENSKU SAFNI
61
9. mynd. Ljósmynd: Victoria and Albert Museum, London.
Eru nokkrir slíkir skartgripir í Þjóðminjasafni, meðal annars einn sem
sagður er úr eigu Jóns biskups Arasonar.42
Hálsfestin sem eins og herðafestin er úr gylltu silfri, er mcð sérkenni-
legum steyptum hlekkjum, alls fimmtíu og þremur, og stóru víravirk-
isnisti með bláum steini í miðju og áletruninni H. H. D. 1782 (8..
mynd). Auk þess eru fimm bókstafalöguð lauf utantil á nistinu. Má sjá
þar stafina B A B H og B, en þrjú lauf vantar.43 Festin er nú lokuð, þ.e.
kveikt saman, en mun hafa verið krækt upprunalega (sbr. 17. mynd),
því að merki eftir festingu sjást á tveimur hlekkjum. Enda segir Hooker
í lýsingu sinni að festin hafi verið þrívafin utan um hálssilkið ofan við
kragann,44 en slíkt væri ógerningur ef ekki h'efði verið liægt að taka fest-
ina í sundur.
Lítil herðaslá, sem í gömlu safnskránni er nefnd hálsklútur,45 fylgir
búningnum (9. mynd). Hún er úr gráu flaueli með samlitu silkifóðri og
silkikögri, er gæti verið fótofið, á öllum brúnum. Sláin er nánast 'að
lögun eins og þrír fjórðu úr kringlu, ineð hringlaga hálsmáli. Hún nær
út á axlir, er opin að framan og með fremur háum beinum standkraga.45
Hálssilki mun jafnaðarlega hafa verið samanbrotinn silkiklútur, en hér
viróist vera um sérstaka gerð að ræða, sem engin dæmi önnur þekkjast
um hvað íslenska búninga snertir. Hvort hér sé kominn fjólublái silki-
hálsklúturinn sem Hooker nefnir í lýsingu sinni, skal ósagt látið, en