Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
10. mynd. Ljósmynd: Victoria and Albert Museum, London.
ef svo væri hefur hann þegar verið búinn að tapa lit sínum og orðinn
gráleitur 1869.47
Hempan sem með búningnum er getur ekki talist til brúðarskartsins,
því að hempur tilheyrðu ckki brúðarklæðum, eins og Hookcr var líka
ljóst (2. mynd).4x Hér er þó um merka flík að ræða. Hún er úr svörtu
klæði, fóðruð innan þunnu svörtu ullarefni með vaðmálsvend og lögð
svörtum flauelsborðum framan á boðungum, um handvegi og hálsmál
og á axlasaumum. Svört flauelsuppslög lögð gylltum vírknipplingum
cru framan á ermunum, sem eru með kræktum klaufum, en frá hand-
vegssaumum liggja mjóar klæðisbrúnir, svonefndar klappir, niður á
crmarnar. Flauelsbryddingar eru framan á börmum, á klöppum og um
hálsmál. Framan á hempunni eru tveir hempuskildir úr gylltu silfri, sinn
á hvorum barmi. Peir eru með víravirki, gröfnum laufum og stein-
settum fangamörkum, S M D. Niður frá hempuskjöldunum eru saum-
uð gyllt hempupör eða spennsli úr gylltu silfri, krókar og lykkjur. Hafa
vcrið alls tuttugu og þrjú pör, en eina lykkjuna vantar.49
Hempur tíðkuðust á 17. og 18. öld, lengi vel aðallega sem viðhafn-
arfat, að því er séð verður. Þær voru bornar yfir treyjunni, og gekk
kraginn upp fyrir hempuhálsmálið, en ermahnapparnir komu út milli
krókaparanna á ermaklaufunum. Pör eða spennsli af líkri gerð og á
hempunni sjást á myndum frá seinni hluta 18. aldar. Á mynd kemur
einnig fram að hempuskildir hafa verið minni og stundum tveir á
hvorum barmi, eða þá að á hempubörmum gátu verið margfaldar raðir
af skrautpörumÁ' Vitað er um þrjár hempur aðrar sem varðveist hafa,
allar í Pjóðminjasafni íslands, en engin þeirra er með skjöldum, pörum