Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Qupperneq 61
ÍSLENSKUR BRÚÐARBÚNINGUR í ENSKU SAFNI
65
voru síðan bundnir þéttingsfast utan um faldinn neðanverðan.^ Eftir
lýsingunni er ekki að undra þótt faldurinn haíi ekki komið með bún-
ingnum til safnsins sextíu árum síðar, því að hann hefur þá vafalaust
fyrir löngu verið genginn úr skorðum og jafnvel glataður.
Til þessa benda einnig afdrif þriggja gylltra silfurskreytinga sem
Hooker segir að hafi verið framan á faldinum og sjást á myndinni hjá
honum. Kemur lýsing hans að öllu leyti heim við þrjár víravirkiskúlur
með laufum með myndum af Maríu mey með Jesúbarnið, sem kveiktar
hafa verið við krossmarkið á herðafestinni, en Hooker nefnir engar
slíkar skreytingar á krossinum þótt hann lýsi honum að öðru leyti
nákvæmlega.56 Hlýtur þeim að hafa verið komið fyrir á krossinum
meðan búningurinn var í eigu Hookerfjölskyldunnar.
Skreytingar þessar hafa verið laufaprjónar sem tíðkuðust sem skraut
á földum, einkum á 18. öld, en lögðust af er breiðu faldarnir ruddu sér
til rúms fyrir og um 1800. Er að sjá sem prjónunum hafi þá oft verið
breytt í hnappa, laufaprjónshnappa, og þeir hafðir fyrir svuntuhnappa.
Eru nokkrir slíkir í Þjóðminjasafni, fáeinir raunar með svo til sömu
gerð.57 Ekki finnst þar þó neinn heill laufaprjónn, aðeins afklipptir,nS og
verður að leita til Þjóðminjasafns Dana þeirra erinda, en þar er til einn
slíkur.59
í frásögn Hooker er lýst enn einum grip sem ekki fylgdi búningnum
til safnsins 1869, koffri sem haft var um faldinn neðanverðan utan yfir
klútunum. Segir hann það vera úr stokkum með líkri gerð og á beltinu,
settum á vírknippli, með upphafsstöfum eigandans (raunar þess sem
það bar) á því framanverðu og yfir þeim kóróna sett dýrum steinum.
Tekur hann fram að koffrið ásamt herðafestinni hafi verið sérstök brúð-
ardjásn.60
Rétt er að benda á að engin skyrta fylgir búningnum. Hooker nefnir
hana ekki heldur í bók sinni, enda hcfur hann líklega aðeins hirt um
að verða sér úti um ytri flíkur. Virðist það einnig koma fram í því að
hann fær aðeins eitt undirpils, sennilega vegna þess að upphluturinn var
áfastur við það, þó svo að hann segi í lýsingu sinni að undir því séu
höfð nokkur vaðmálsnærpils.61 Að sjálfsögðu hefur verið nærskyrta
undir upphlutnum, sennilega úr lérefti þar sem um svo ríkmannlegan
búning er að ræða. Hcfur hún, ef að líkum lætur, verið hvít, með
löngum ermum, svolitlum standkraga og klauf hncpptri við hálsinn að
framanverðu.62
IV
f bók sinni lætur Hooker þess hvergi getið hvar hann fékk íslenska