Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 65
ÍSLENSKUR BRÚÐARBÚNINGUR í ENSKU SAFNI
69
koffur gilt og var fest saman með hlekkjum og krækt að aftan það
fekk frúin á leirá. [þ.e. Ragnheiður dóttir hennar] og enskir
feingu það.7S
Enn punktar Sigurður hjá sér um skart Ragnheiðar Ólafsdóttur.
Undir fyrirsögninni „á leirá“ stendur þetta:
frú ragneður olofsdóttir stiftamtmans atti hempuskildi 2 gitla
[svo!] og steinsetta þá skildi hafði átt ama [svo!] hennar sigríður
magnús dóttur nafn hennar stóð á skildinum (steinsett? hún átti
upp hluts millur sem kostuðu 30 dali þær vóru krægtar og giltar
og 6 á barmi, hún atti og linda úr tómu silfri með enda er náði
niður á kne, ... blátt klæðis pils átti hún með blónrstur saum að
neðann. eptir sögn Ólafar [Jónsdóttur] húsfrú á Álptanesi á
mýrum.76
í þessari síðustu minnisgrein kemur að vísu ekki fram að „enskir" hafi
fengið umrædda muni, en allt getur þetta átt við búninginn sem Hooker
fór með utan: tvo gyllta hempuskildi steinsetta með nafni Sigríðar
Magnúsdóttur, gyllt víravirkiskoffur úr eigu Sigríðar, tólf kræktar
gylltar silfurmillur, linda „úr tómu silfri“ með löngum sprota, mjög
stóra og breiða herðafesti með mjög stórum krossi og blátt klæðispils
mcð blómstursaumi.77 Og allt hafði átt Ragnhciður stiftamtmannsdótt-
ir.
Ragnheiður Ólafsdóttir hafði gifst frænda sínum, Jónasi Schcving
sýslumanni árið 1804, þrítug að aldri. Var sýsluinaður stórauðugur að
erfðum og sagður mikill fjárgæslumaður.78 P>au hjón bjuggu á Leirá, og
heimsótti Hooker þau þangað í fylgd með Magnúsi dómstjóra, bróður
Ragnheiðar.79 Þess má geta að Sigríður nióðir hennar hafði látist 1807,80
og gæti Ragnheiður þá, ef ekki fyrr, hafa eignast koffur hennar og
hempu með hempuskjöldunum góðu.
Við fyrstu sýn virðist lítt skiljanlegt að slíkar gersenrar sem kven-
silfrið með búningnum eru skuli hafa verið falar útlendingi, einkum
þcgar í hlut átti stórefnafólk eins og sýslumannshjónin á Leirá. Við nán-
ari athugun verður þó ljóst að til þess kunna að hafa legið ákveðnar
orsakir, meðfram að minnsta kosti. Magnús dómstjóri var mjög hvetj-
andi þess að konur legðu niður íslenska faldbúninginn ásamt tilheyrandi
kvensilfri og hafði birt á prenti nrjög harðorða grein um það efni árið
1798, þar sem meðal annars má lesa eftirfarandi unr silfrið: