Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Qupperneq 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
... þó tekur yfir allra þjóða klædnadar kostnad, þad óhóflega og
ardlitla sylfur með dýru verki, sem hcngt er utan um qvennfólk
í fyrirfólks rod, laufa-myllur med sylfurreimum, eða spennsli,
belti, hnappar, lyndar, festar, koffur, laufa-prjónar ermahnappar,
hempu-skyldir og hempu-pör, höttpör og þess háttar, sem hjá
ríkum hleypur í ærna ardlausa penínga,...81
Er vel hugsanlegt að Magnús hafi haft áhrif á systur sína sem fleiri
hvað þetta snertir,82 og hún því verið tilleiðanleg að farga gripunum,
ekki síst ef góður gestur eins og fjölskyldan virðist hafa talið Hooker
sóttist eftir þeim.
Vel má vera að búningurinn — að hempunni undanskilinni að sjálf-
sögðu — hafi verið brúðarbúningur Ragnheiðar Ólafsdóttur að einhverju
eða öllu leyti. Einnig kemur til greina að hann sé ckki samstæður heldur
settur saman að mestu af plöggum og kvensilfri úr eigu Ragnheiðar
1809, sem dæmi um það hvernig ríkar brúðir klæddust á fslandi um
aldamótin 1800. En til er heimild sem bendir til að önnur brúður hafi
áður borið að minnsta kosti hluta búningsins. í skrá sem varðveitt er í
Þjóðskjalasafni íslands um heimanmund Þórunnar, eldri dóttur Ólafs
stiftamtmanns (f. 1764, d. 1786),83 er hún giftist Hannesi biskupi Finns-
syni árið 1780, eru skráðar „Gylltar Koppur af kornsettu Filagrans-
Arbeide, og steinsett Midstickid med Nafni S. M. D.”84 Má af því sjá
að Þórunn hefur fengið koffur merkt móður sinni í heimanmund og, ef
marka má lýsinguna, ekki ólíklega sama koffur og Hooker fór með
utan og greinir frá í bók sinni.
í ofangreindri skrá eru einnig taldir fram „Hempuskilldir med stein-
settum Nöfnum og 24. Hempupörum gýlltum, af fínasta verki.“85 Ekki
er sagt hvaða nöfn voru á skjöldunum, en freistandi er að ætla að skild-
irnir og koffrið hafi verið samstæðir gripir, þ.e. að Þórunn liafi einnig
fengið hempuskildi móður sinnar, þá sömu og Ragnheiður síðar eftirlét
Hooker. Ennfremur gætu hempupörin verið þau sömu og Hooker
fékk, enda voru nákvæmlega eins pör dregin upp í Sviðholti 1772 um
leið og hempuskjöldur Sigríðar svo sem fyrr getur. í skránni eru taldir
fleiri gripir sem gætu komið heim við búning Hooker, svo sem verð-
mikill gylltur silfurlindi og gyllt upphlutsspennsli, ný klæðishempa, föt
af bláu skarlatsklæði með blómstursaumi, og grænn flauelsupphlutur
lagður með gullborða, að vísu áfastur við rautt en ekki grænt upphluts-
fat úr klæði.81’
Ekki er ólíklegt að steinsetta koffrið mcð S M D hafi upprunalega
verið borið af Sigríði Magnúsdóttur á hennar heiðursdegi 1761,87 þótt