Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 67
ÍSLENSKUR BRÚÐARBÚNINGUR I ENSKU SAFNI
71
17. mynd. Teikning eflir James Miller 1772. í British Library, Add. Ms. 15.512, 22. mynd
(hluti). Ljósmynd: British Library, London.
ckki sé það nú vitað, en ýmsir aðrir hlutar af búningnum, svo sem
pilsið og svuntan og faldurinn, cru af yngri gerð en svo að þeir geti hafa
verið hennar brúðarklæði.
Að lokum skal hér minnst á hálsfestina með nistinu með stöfunum
H. H. D. og ártalinu 1782. Hálsfesti með hlekkjum af þessari gerð er
þekkt af einni af teikningunum fyrrnefndu sem gerðar voru í Sviðholti
(17. mynd),88 en ekki hefur tekist að koma auga á konu með upphafs-
stöfunum sem á nistinu eru, nátengda Ólafi Stephensen og hans heima-
fólki. Hins vegar hefur höfundi flogið í hug að stafina hafi átt Hólm-
fríður, dóttir Halldórs klausturhaldara Vídalfn á Reynistað. Hólmfríður
giftist 1790 Árna Jónssyni, Reynistaðamági, sem var bæjarfógeti í
Reykjavík í tæpar þrjár vikur í stjórnartíð Jörundar hundadagakon-
ungs.89 Hafði hún verið heitbundin Páli Hjálmarssyni, síðar skólameist-
ara, er hann fór utan til náms 1782,90 og kynni hálsfestin með nistinu
að vera tryggðapantur frá þeim tíma. Eru þetta þó getgátur einar.
V
Vera má að sumum þyki hér hafa verið skrifað langt mál um lítið
efni, einkum hvað varðar leit að ciganda eða eigendum kvenbúningsins
sem William Hooker fór með úr landi fyrir 175 árum. En þar sem við
íslendingar erum afar fátæk af fatnaði eldri en frá miðri síðustu öld, og
mjög er fágætt að varðveittur skuli lieill eða heillegur íslenskur bún-