Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Síða 68
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ingur frá fyrri hluta þeirrar aldar, hvað þá frá því um eða fyrir alda-
mótin 1800, virtist tilhlýðilegt að freista þess að ráða í uppruna hans.
Á árunum frá 1772-1810 voru, auk búnings Hooker, að minnsta
kosti þrír heillegir hátíðabúningar kvenna fluttir af landi brott til Bret-
landseyja: með Sir Joseph Banks, J.T. Stanley, síðar lávarði, og Sir
George Steuart Mackenzie.91 Ekki er vitað hvort þeir hafa varðveist og,
ef svo er, hvar þeirra væri helst að leita nú. Væri þó ánægjulegt og ekki
síður fróðlegt ef upp á þeim yrði haft. En meðan svo er ekki'má fagna
því að búningurinn góði í safni Viktoríu og Alberts, sem brytinn á
Margaret and Anne bjargaði frá glötun með snarræði sínu forðum daga,
skuli hafa geymst svo vel sem raun ber vitni og orðið til þess að við
getum gert okkur mun ljósari grein fyrir hátíðaklæðnaði íslenskra
kvenna frá þessum tíma en ella hefði verið.
22. 11. 1984
TILVITNANIR:
1. William Jackson Hooker, Journal of a Tour in Iceland, in ihc Summer of 1809 (Yar-
mouth, 1811). Hér verður vitnað í 2. útg. aukna: I—II, (London, 1813).
2. Ibid.,1, bls. i-iii et passim. Sbr. Joseph Banks, „Dagbókarbrot úr íslandsferð 1772,“
Skírnir, 124: 217, 1950.
3. Hooker, op. cit., 1, bls. 59 og 67-76.
4. Sbr. Þjskjs. (Þjóðskjalasafn Islands), Sálnarcgistur Rcykjavíkur 1805-1824, bls. 175-
176. Þar kemur fram að árið 1809 eru þær báðar í Viðey, Kristín og Ingibjörg, sú
fyrri nefnd bústýra, sú síðari þjónustustúlka.
5. Páll Eggert Ólason, íslenzkar œviskrár, I-V (Rvk, 1948-1952), III, bls. 124. (Skamm-
stafað ÍÆ hér á cftir.)
6. Hooker, op. cit., I, bls. 72: ...„exeedingly handsomely dressed"...
7. Ibid., I, bls. ii og 72-79. Sjá viðauka I hér á bls. 77-79.
8. Ibid., I, bls. 360-363.
9. Ibid., I, bls. ii.
10. [Sigurður Guðmundsson], „Vasabók Sigurðar Guðmundssonar 1858-9.“ Handrit í
Þjóðminjasafni íslands, Þjms. SG:03:2. Án blst. Idem, „1865-6 Um hvcrju safna á í
Fornmenja og Þjóðgripasafnið."... Handrit í Þjóðminjasafni íslands, Þjms. SG:05:2.
Án blst. Sbr. einnig Helgi P. Bricm, Sjálfstæði íslands 1809 (Rvk, 1936), bls. 145, en
þar segir að Hooker hafi í brunanum misst „allt, sem hann hafði safnað sér á íslandi."
11. Sjá viðauka II, bls. 79-80.
12. Skv. bréfi til höfundar frá Donald King, forstöðumanni textíldeildar Victoria and
Albert Museum dags. 16. 12. 1963.
13. Loc. cit. Sjá einnig Helgi P. Briem, op. cit., bls. 145, vitnar í Leonard Huxley, Life
and Letters of Sir Joseph D. Hooker (London, 1918), II, bls. 346-348.
14. Skv. skránni grciddi safnið 105 cnsk pund fyrir búninginn.
Sjá viðauka II, bls. 80.
15. Sjá supra, 12. tilvitnun. í Horniman-safni eru meðal annars varðveittir einkennisbún-
ingar.