Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 88
92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kirkjunni á Hrauni í Dýrafirði og hinsvegar „frá kirkju á Vestfjörðum
líklegast frá Dýrafirði“. Þau komust síðarmeir í einkaeign í Danmörku,
en hið fyrrnefnda var gefið Byggðasafni Vestfjarða árið 1975 meðan hið
síðarnefnda gekk í arf til núverandi eiganda í Lundi í Svíþjóð. Enn
verður að nefna það þriðja, sem er frenaur stóll en sæti (9. mynd).
Bakslá hans og pílárar eru einnig útskorin. Hann á og að vera ættaður
úr Dýrafirði og fylgdi sætinu frá Hrauni til íslands7.
Ljósmyndirnar lýsa betur skyldlcika þeirra en mörg orð. Þess vegna
skal hér fremur bent á það sem er ólíkt. Sætið frá Hrauni er þeirra
stærst, 136 cm á lengd en sætið frá „Vestíjörðum“ 102 cm, þ.e.a.s. lítið
citt styttra cn okkar sæti frá 1739. Gagnstætt því eru hin tvö ótímasett
og með skurði á bakslánni inn í sætið cn úthliðin er slétt. Ósjálfrátt
verður manni á að spyrja hvort slánni hafi ekki verið snúið við seinni
tíma viðgerð. Við viturn nefnilega að sætið frá Hrauni var tekið í
sundur áður en það var keypt og sett saman að nýju.s Sú staðreynd að
sætin frá 1739 og Skarði sem fyrr er nefnt, eru bæði prýdd að aftan-
verðu, gæti bent til þcss að það hefði verið vaninn. Þannig er og liáttað
um kirkjusætið frá Valþjófsstað, sennilega gert af hinum þekkta bíld-
höggvara Hallgrími Jónssyni (1717-1785) sem lifði og starfaði á
Norðurlandi. Það er talið hafa vcrið prestkonusæti og er aðeins skreytt
á bakslánni aftanverðri og utan á annarri bríkinni.9
Sætið frá 1739 er það eina af þessum þremur sem ber ártal og virðist
vcra elst. Það er og það eina sem hefur í skreyti sínu jurtavafning af
miðaldalegri, rómanskri gerð. Áhugavert er að þessi vafningur er sér-
lega líkur öðrum á bakslá stóls frá Dýrafirði (10. og 11. mynd). Á hann
er letur skorið: „solafurþorlcifsson", þ.e.a.s. S( éra) Ólafur Þorleifsson.
Þetta er nafn á presti sem þjónaði Söndum í Dýrafirði frá 1647 til 1696
og stóllinn þá gerður án efa á því tímabili. Stofnteinungurinn er gagn-
stætt því scm er á hjónasætinu, með jafnri bylgjuhreyfingu og sívafn-
ingi í hverju bylgjurými. Hvolfstrikin vantar á aðra hlið teinungsins,
sem gerir hann gamallegri, annars er svipmótið sláandi líkt. Einkum og
sérílagi tökum við eftir hinum stóra bjúga og rúðustrikaða blaðflipa í
ávaxtalíki, umsetinn smærri flipum, innst í hverjum sívafningi, ásamt
smágreinum sem líka enda í flipuðum blöðum við brúnir.
Haldið er í hina stóru rúðustrikuðu blaðflipa á frjálslega gerðum og
natúralískum teinungum bríkanna en að öðru leyti hafa þeir fjarlægst
eldri formgerðir og cru meir í ætt við þá sem eru á hinum sætunum
tveim (5.-8. mynd). Þar vantar alveg hinn rúðustrikaða flipa, en annars
er smáatriðasvipmótið mikið, auk þcss sem Guðmundarreglunni er
haldið í hreyfingu teinunganna. Þegar um er að ræða smærri atriði, má