Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 92
96
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
14. mynd. Kistill úr furu með ártalinu 1795. Eigandi frú Halldóra Eidjárn. Ljósm. Gtsli
Gestsson.
bakslám og pílárum." Hugsanlega er þetta sætið frá 1739. Ennþá betri
lýsing er af því 1790: „Norðan til er eitt laust þversæti með bekk, tveim
bríkum og gagnskorinni bakslá og pílárum.“
Enda þótt kirkjan á Hrauni væri lítil og einungis annexía frá Söndum,
lítur út fyrir að í henni hafi verið tvö útskorin sæti auk skorins stóls,
meðan í Sandakirkju var eitt sæti, sennilega nokkuð eldra en þau frá
Hrauni. Hugsanlegt er að gagnskorni vafteinungurinn á sætinu frá 1739
eigi rætur sínar að rekja til teinungsins á stól Sandaprestsins frá síðari
helmingi 17. aldar, en stóra sætið frá Hrauni sé fyrirmynd að því
minnsta.
Sennilega verða það getgátur einar, ef reyna skal að hafa upp á höf-
undi sætanna. Af öllum þeim hlutum sem hér hafa verið til umræðu, er
það einungis kistillinn með ártalinu 1795 sem hefur verið tengdur hugs-
anlegu höfundarnafni. Fyrrverandi eigandi hans, sem eignaðist kistilinn
1905, gaf nefnilega þær upplýsingar að bóndi einn á Vestfjörðum,
Sumarliði að nafni, licfði skorið hann handa dóttur sinni, Guðrúnu, og
síðan hefði kistillinn gengið í arf í ættinni. Nafnstafir þcssarar Guðrúnar
Sumarliðadóttur, GRSLD, standa nú reyndar á kistlinum. Ef við gerum
ráð fyrir að faðir hennar, Sumarliði hreppstjóri Þorvaldsson á Sveins-
eyri í Hraunssókn hafi gert kistilinn, er freistandi að halda hann meistara
þeirra hluta er skyldastir eru innbyrðis, þ.e.a.s. kistilsins frá 1758 og
stærsta sætisins. í sömu átt bendir sú staðreynd að á skríninu frá 1758
er nafnið Guðrún Illugadóttir skorið, en það er einmitt heitið á konu
Sumarliða og móður Guðrúnar yngri.