Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 93
ÞRJÚ VESTFIRSK HJÓNASÆTI OG EINN STÓLL
97
Hægt er að benda á veigamikil rök gegn þessum höfundartengslum.
Enda þótt ekki sé alltaf á kirkjubækur að treysta, verður það þungt á
metunum að hreppstjórinn Sumarliði Sveinsson frá Sveinseyri deyr
samkvæmt þeim í október 1794.11 Pess vegna er tryggast að fullyrða
ekki of mikið um nafn tréskurðarmannsins sem gerði skrínin og stærra
sætið frá Hrauni. Ekki erum við betur sett þegar um er að ræða höfunda
hinna tveggja sætanna eða stólsins, jafnvel þó ljóst sé að í Dýrafirði hafa
verið á 18. öld fleiri en einn góðir tréskerar.
Þrátt fyrir að smiðir þessir og skurðmeistarar langt í vestri verði
framvegis nafnlausir munu verk þeirra engu að síður tala skýru máli um
handbragð þeirra og sköpunargleði.
Hörður Ágústsson þýddi.
TILVITNANIR:
1. Matthías Þórðarson: Þjóðmenjasafn Islands. Leiðarvísir. Reykjavík 1914, bls. 33.
Sami í: Nordisk Kultur. Kirkebygninger og deres Udstyr 1934, bls. 292, mynd á bls.
293. E.M. Mageroy: Planteornamcntikken i islandsk treskurd. I—II. Bibl. Arn. Suppl.
vol. V, bls. 82, mynd í vol. VI nr. 139. Sactið er líklega frá 17. öld. Gunnlaugur S.E.
Briem hefur gert grein fyrir stafagcrðinni „munkalctur" í fjölritaðri ritgerð sinni
„Höfðaletur", [London] 1980, bls. 36—38, 208—209 og 232—234.
2. Sætið var keypt 23.11.1982. Peningagjöf frá hinum íslensk-bandarísku hjónum Ingi-
björgu Guðjónsdóttur og Ralph E. Johnson gerði safninu kleift að kaupa sætið. Fyrir
því hefur Þór Magnússon gert grcin í grcin sinni „Brúðhjónabekkur frá Söndum" í
Lesbók Morgunblaðsins, 28.4.1984.
3. Eigandi sætisins, Else Hclene Eriksen, fædd Printz Bagge, er komin af Laurits Ulrik
Hofgaard, sem var stórkaupmaður og útgerðarmaður í Tonsberg. Eftir ættartölubók
Hofgaard-fjölskyldunnar (E.A. Thomle 1911, bls. 118) veitti hann forstöðu fyrirtæk-
inu „Brodrene Bull“, en það rak hvalveiðar á fslandi frá 1894. Helst er að ætla að
tengsl þcssi hafi valdið því að sætið komst í eigu hans. Það gekk í arf til dóttur hans,
Anna Hclcne, gift Krúger, síðan til dóttur þeirra, Agathc Helene, gift Printz Bagge,
móður eigandans. Afi og langafi Hofgaards voru reyndar prestar, en ekki verður séð
að þeir hafi haft nokkurt samband við ísland. Hinsvegar er hugsanlegt að íslenskur
prestur hafi haft einhver afskipti af því að koma sætinu utan.
4. Mageroy, op.cit. II, 127. mynd.
5. f íslenskum tréskurði cr þctta einkar grcinilegt í fjöl frá Mælifelli í Skagafirði, sem
sennilega cr frá því um 1260. Mageroy, op. cit. II, 55. mynd. Það fyrirbæri að stöng-
ull sem gengur úr miðju sívafnings myndi þann næsta, á ættir að rekja til sérstakrar
teinungstegundar í rómanskri skreytilist. Tiltölulega snemmbært dæmi um þetta í
evrópskri bóklist má sjá í nokkrum upphafsstafavafningum frá 1147 í bók H. Swar-
zenski: Monuments of Romanesque Art, London 1954, 132. myndablað og 299.
mynd.
6. Sjá ennfremur Mageroy, op. cit. II, 108.-112. mynd.
7. E.M. Mageroy: Gjemt, men ikke glcmt. Minjar og mcnntir. Reykjavík 1976, bls.
348-350. Jóhann Gunnar Ólafsson: Kirkjustólar úr Dýrafirði. Ársrit Sögufélags
ísfirðinga 1974, bls. 111-113 og 132-134.
8. Jóhann Gunnar Ólafsson, sama rit, bls. 112.
7