Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 96
HERMANN GUÐJÓNSSON
ATHUGASEMD UM INNRA-HREYSI
OG FORNLEGA RÉTT
í Árbók Fornleifafélagsins 1983 skrifar Gísli heitinn Gestsson fv. safnvörður grein sem
ber nafnið „Eyvindarkofi og Innra-Hreysi“. Er hún fróðlegt yfirlit urn rannsóknir og jafn-
framt lýsing á dvalarstöðum Fjalla-Eyvindar og Höllu á Holtamannaafrétti.
Á bls. 94 gætir efasemdar um „hvort sá staður, sem nú er venjulega nefndur Innra-
Hreysi sé sá bólstaður þeirra hjúa, sem Einar Brynjólfsson fann“. Vitnar hann m.a. í grein
Guðjóns Jónssonar bónda í Ási „Holtamannaafréttur", er birtist í Göngum og réttum 1
(Ak. 1948), bls. 212.
Ég aðstoðaði Guðjón (föður minn) við öflun fanga í þessa grein, sérstaklega cr viðkom
vesturhluta afréttarins. Mér er því kunnugt um að Guðjón var ekki í vafa um að þarna
væri „Hið rétta Innra-Hreysi". Svo er einnig um aðra menn, sem ég hef talað við og
kunnugir eru á þessum slóðum.
Sumarið 1983 gróf Gísli upp húsarústirnar í Hrcysinu, mældi þær og tciknaði af þeirri
vandvirkni, sem honum var svo eðlislæg. Er sú rannsókn ómetanleg því rústirnar fara
undir vatn, þegar Kvíslaveita er fullgcrð.
Þá ræðir Gísli um „fornlega“ rétt norðan Hreysiskvíslar, andspænis Innra-Hreysi.
Telur hann vafa leika á hvort hún hafi verið fjárrétt (bls. 103) og segir að „hafa megi þann
möguleika til hliðsjónar að hér standi heimilisrétt Fjalla-Eyvindar" (bls. 107).
Ekki verður hér dæmt um þann möguleika en aðeins upplýst að réttin var notuð sem
fjárrétt í haustleitum um langt árabil. Þarna var innsti tjaldstaður afréttarins og í réttinni
geymdu leitarmenn það sauðfé næturlangt, sem þeir fundu fyrsta smaladaginn.
Ég kom fyrst í þessa rétt haustið 1927. Þá og síðar fannst mér það vera álit eldri fjall-
manna að réttin hefði verið byggð sem hluti af tjaldstaðnum, þegar smölun hófst á þessu
afréttarsvæði, trúlega nálægt miðbiki 19. aldar. Elstir í hópi þessara manna voru fjórir
fæddir á árunum 1863-1878 og því efalítið samtíðarmenn ýmsra þeirra, sem gerðust
brautryðjendur smölunar á þessum afréttarhluta.
Réttin var notuð fram á fjórða áratug þessarar aldar, eða þar til mæðiveikin fór að herja
á sauðfé Áshreppinga, en þeir eiga upprekstrarrétt á afréttinn. Var þá annar háttur tekinn
upp við smölun hans og þessi tjaldstaður lagður niður.
Síðast gistu réttina tvær kindur norðan úr Skagafirði, sem fundust á Háumýrum í
haustleitum 1934.