Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Síða 98
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ingar um áður kunnar myndir. Öllum sem hafa gefið mér gagnlegar
bendingar kann ég bestu þakkir þó að nöfn þeirra verði ekki nefnd hér.
Þær myndir sem við hafa bæst eru tölusettar í framhaldi af fyrri
skránni, sem hér á eftir verður nefnd Myndaskráin.
103 Arnljótur Ólafsson (1823-1904) prestur,
Sauðanesi. Blýants- og blek-(tusch)teikning,
21,2x16 cm, með hvítum lit svo sem til áherslu á
enni, nefi og skyrtubrjósti. Pappírinn er móleitur
eins og títt er um teikningar Sigurðar2 og vottar
fyrir blettum eða dröfnum á stöku stað, en annars
er myndin mjög vel varðveitt. Svo virðist sem
einhvern tíma hafi verið skorið utan af mynd-
blaðinu, líklega við innrömmun, en myndin er
nú í fremur nýlegri umgerð, undir gleri. Áritun í
neðra horni til vinstri, á ská: Sigurðr Guðmundsson
Í853 og er hún því gerð á Hafnarárum þeirra Arnljóts og Sigurðar.
Snæbjörn Arnljótsson mun hafa eignast myndina eftir föður sinn,3 en
seinna komst hún í eigu Arnljóts Davíðssonar (sonar Halldóru Arnljóts-
dóttur Ólafssonar) og er ekkja hans, Ágústa Figved, núverandi eigandi
hennar.
104 Erlendur Þórarinsson (1828-1857) sýslumaður, ísafirði. í bréfi
Erlends til Sigurðar, dags. 24. ág. 18554 kemur fram að Sigurður hefur
gert mynd af honum. í bréfinu segir: „. . .sendu mjer nú eitthvört úr-
kast hjá þjer af einhvörri mind svo jeg sjái hvað þjer hefur farið fram
síðan þú málaðir mig.“ Eftir þessu hefur myndin af Erlendi líklega
verið gerð í Kaupmannahöfn þegar Erlendur var þar við nám á fyrri
hluta Hafnarára Sigurðar, fyrir 1854, en þá fór Erlendur heim til íslands
og hefur fundum þeirra ekki borið saman eftir það. Orðið „málaðir“ í
bréfi Erlends þarf ekki endilega að merkja að myndin hafi verið
litmynd, hvað þá olíumálverk.
2. Sbr. Halldór J. Jónsson, op. cit., bls. 9.
3. Að sögn Margrctar Hcmmert, tannsmiðs í Rcykjavík.
4. í bréfasafni Sigurðar málara í Þjóðminjasafni.