Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Síða 101
MANNAMYNDIR SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR MÁLARA
105
strönd, dóttir Ernst Berndsen. Foreldrar Ernst voru Carl Berndsen og
kona hans, Steinunn, dóttir Þorsteins, bróður Rósu.
Ludwig Sicmsen ræðismaður spurðist fyrir um myndina meðal ætt-
ingja sinna í Slésvík vorið 1983, en það bar ekki árangur.
109 Carl Emil Wessel (1831—1867), danskur arkitekt.
Wessel skrifar Sigurði langt bréf9 10 31. okt. 1861, rifjar upp gömul
kynni og mælist til bréfaskipta. Segir þar m.a.:
„. . . .Det gaaer vel neppe nogen Dag uden jeg faaer Leilighed til at
tænke paa dig enten ved at finde et eller andet Stykke Papier du engang
har glemt hos mig med en Tegning paa, eller ved at betragte mit Port-
rait som du tegnede. . . .“
Wessel liefur verið samtíða Sigurði við Listaháskólann'" og þeir
kynnst þar. Engar tiltækar heimildir grcina hvað um mynd þessa hefur
orðið, sem hcfur sennilega verið blýantsteikning.
110a)b) í Þjóðminjasafninu eru til tvær sól-
myndir (,,wetplate“-myndir) af óþekktri konu,
gerðar eftir teikningu. Onnur, llOa, er tekin á
gler (ambrotyp), en hin, llOb, á léreftsgrunn
(pannotyp). Á glermyndinni, sem er 12,5x9,3
cm, í mjög laslegum sólmyndarramma (18x15,5
cm), má greina í neðra horni til hægri, lítið eitt á
ská, mjög daufa áritun: Sigurðr Guðmundsson
[18]56. Dúkmyndin er skert og ekki í upphaflegri
mynd, nú um 7x5,5 cm.
Báðar þessar myndir fylgdu bréfum og öðrum
plöggum Sigurðar málara, sem safnið eignaðist 1885.
Hér með er heitið á þá sem bera kennsl á konuna eða vita um frum-
myndina að koma þeirri vitneskju á framfæri við Þjóðminjasafnið.
9. í brcfasafni Sigurðar í Þjóðminjasafni.
10. Sjá t.d. Wcilbachs Kunstnerleksikon, Kbh. 1947-1952, III, bls. 499.