Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Síða 102
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Frú Jenný Guðmundsdóttir í Hafnarfirði á blý-
antsteikningu eftir Sigurð, af Haraldi Sigurðarsyni
harðráða. Sú mynd fellur utan þeirra marka sem
Myndaskránni voru sett, þar sem hún er hugsmíð
og styðst ekki við neina fyrirmynd, en þetta
æskuverk cr athyglisvert m.a. fyrir þá sök að það
hefur ef til vill átt nokkurn þátt í að greiða götu
Sigurðar. Er sums staðar vikið að myndinni í
bréfum. Til að mynda skrifar Pétur Jónsson
mágur hans í Hofdölum 13. ág. 1851:
,,....jeg get til að sýslumaðurinn sýni nú höfðingsskapinn fyrst hann
fjekk hjá þér rnynd Haralds Sigurðarsonar og hefir góð ráð til
þess. . . .“
Vonandi hefur ekkert skort á höfðingsskap sýslumannsins, sem þá
var Lárus Thorarcnsen í Enni á Höfðaströnd, en Sigurður gerði seinna
myndir af þeim hjónum (sbr. Myndaskrána nr. 14 og 61). Enn kemur
myndin við sögu í bréfi til Sigurðar frá Jóni Samsonarsyni alþm. í
Keldudal 21. jan. 1853:
„Stúlku mind í íslendskum peisu búníngi eptir þig og Harald harð-
ráða fékk ég til láns í sumar hjá Sgr. Sigurði í Ási og fór með það á
Þingvöll til sýnis á vann og þér þar með 1 Speciu frá Síra Sigurði á
Desjarmýri þjóðfundarm. og þá sömu fjékk eg Sigurði í Ási til að koma
henni ásamt öðru til þín einhvcrn véginn og í sama sinn með sama hætti
ávann eg þér loforð Tcits díra læknis í Reykjavík fyrir einhvorju skyld-
íngsvirði ótilteknu og við sama tækifæri lofaði Síra Svbjörn Þjóðólfs
höfundr þér 4 rd 5rd virði. . . .“
Myndin er 18,8x16 cm, mjög vel varðveitt, og sýnir konunginn í
fullum herklæðum, í brynju með hjálm á höfði. Yfir mynd konungsins
stendur skrifað: Haraldur Sigurðarson harðráði. Bréf Péturs í Hofdölum,
sem vitnað er til hér að framan, sýnir að myndin er gerð eigi síðar en
1851, e.t.v. áður en Sigurður fór utan.
Sigurður Guðmundsson arkitekt, systursonarsonur Sigurðar málara,
eignaðist þessa mynd og eftir hans dag Jenný, systir hans, svo sem fyrr
segir.
Frú Anna Klemensdóttir í Laufási í Reykjavík á einnig teikningu eftir
Sigurð. Sú mynd mun eiga að tákna Hagbarð og Signýju sent sagt er frá
í Danasögu Saxa og flciri fornum ritum. Myndin er í litum og 20x17,5
cm að stærð, vel varðveitt. Til Önnu er myndin komin úr eigu Guð-
rúnar Borgfjörð, föðursystur hcnnar. Hefur Sigurður sjálfur án efa